Viðskipti innlent

Seðlabankinn eykur framboðið á innistæðubréfum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að auka framboð innistæðubréfa frá og með morgundeginum. Mikil eftirspurn hefur verið eftir styttri ríkisbréfum og er þarna verið að svara þeirri eftirpurn.

Gerður Ísberg hjá alþjóða- og markaðssviði Seðlabankans segir að bankinn hafi ákveðið að tvöfalda þennan flokk bréfa úr 75 milljörðum kr. og í 150 milljarða kr. Ef mikil eftirspurn verður mun bankinn endurskoða þessa úpphæð síðar.

Í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans segir: "Seðlabankinn mun áfram greiða vexti af flokknum vikulega á viðskiptadögum bankans og einnig má innleysa bréfin á þeim dögum.

Innstæðubréfin eru rafræn, framseljanleg og hæf til uppgjörs og vörslu í Clearstream."

Hjördís Vilhjálmsdóttir hjá greiningu Glitnis segir að bæði innlendir og erlendir fjárfestar hafi mikinn áhuga á að kaupa þessi bréf. Þá sé einnig hugsanlegt að þeir sem hafi krónubréf á gjalddaga sem eftir er ársins muni breyta þeim í þessi innistæðubréf að einhverju marki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×