Viðskipti innlent

Ekki búið að virkja gjaldmiðlaskiptin við seðlabanka Svíþjóðar

Blomberg-fréttaveitan hefur það eftir upplýsingafulltrúa sænska seðlabankans að Seðlabanki Íslands hafi enn ekki beðið um að gjaldmiðlaskiptasamningurinn milli bankanna verði virkjaður.

Samningur var gerður um gjaldmiðlaskiptasaming við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur í vor upp á 1,5 milljarða evra, sem svarar til um 240 milljarða kr. Um var að ræða 500 milljónir evra hjá hverjum banka.

Britta von Schoultz upplýsingafulltrú seðlabanka Svíþjóðar segir að samningurinn sé að sjálfsögðu enn í gildi. "Það er engu bætt við hann," segir Schoultz. "Við erum að sjálfsögðu í sambandi við Seðlabanka Íslands eins og aðra seðlabanka á meðan á þessum óróa stendur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×