Viðskipti innlent

Seðlabankinn þegir þunnu hljóði

MYND/GVA

Seðlabankinn hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um hvort fyrirhugaðar séu aðgerðir til þess að styrkja gengi krónunnar og hvort leitað hafi verið til nágrannaríkja um aðstoð.

Vísir sendi Seðlabankanum fyrirspurn um ellefuleytið í gærmorgun þegar gengisvísitalan fór yfir 200 stig. Þar var spurt hvort til stæði að grípa til einhverra aðgerða til þess að styrkja gengi krónunnar. Greint var frá því í norskum miðlum í gær að norrænir bankar gætu komið þeim íslensku til bjargar ef þeir riði til falls. Því beindi Vísir þeirri fyrirspurn til Seðlabnakans hvort þetta hefði verið rætt við seðlabanka hinna norrænu ríkjanna að undanförnu. Ef svo væri hvort fengist hefði trygging fyrir aðstoð. Ekkert svar hefur borist rúmum sólarhring eftir að fyrirspurnin var send.

Þá ítrekaði Vísir fyrirspurn sína frá því á þriðjudag um það hvaða áhrif breytingar á lánshæfismatseinkunum bankanna hefði á veðlán hjá bankanum. Ekkert svar hefur borist frá Seðlabankanum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×