Viðskipti innlent

Krónan á bekk með gjaldmiðlum í Túrkmenistan og Zimbabve

Íslenska krónan er í þriðja neðsta sæti yfir frammistöðu gjaldmiðla síðustu tólf mánuði. Aðeins dollarinn í Zimbabve og manatið í Túrkmenistan hafa staðið sig verr en krónan. Það er fréttaveitan Bloomberg sem heldur úti lista yfir 179 gjaldmiðla víðsvegar um heiminn.



Gurbanguly Berdymukhammedov fer með stjórn mála í Túrkmenistan og glímir við lélegan gjaldmiðil líkt og stjórnvöld hér á landi.
Ef litið er til frammistöðu gjaldmiðla síðasta árið kemur í ljós að krónan hefur veikst um 43 prósent gagnvart evrunni og um 44 prósent gagnvart bandaríkjadal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×