Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir geta lagt fram um 200 milljarða

Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ.
Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ.

„Tvö hundruð milljónir er tala sem hefur verið rætt um. Það er svona um það bil sú upphæð sem hægt yrði að losa með tiltölulega skömmum fyrirvara," segir Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ í samtali við Vísi. Rætt er um að lífeyrissjóðirnir færi hluta af eignum sínum heim til að auka gjaldeyrisforða Íslendinga. Eignir sjóðanna erlendis eru tæplega 500 milljarðar króna en talið er að hægt væri að losa um 200 milljarða á innan við viku.

Ríkisstjórnin fundaði með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna í ráðherrabústaðnum í gær. Í umræðunni hafa komið fram sjónarmið um að bankarnir leggi jafnmikið af mörkum og lífeyrissjóðirnir í björgunarpakkann. „Við erum tilbúnir til fundar hvenær sem er i dag. Við erum búnir að vinna heimavinnuna okkar," segir Arnar Sigmundsson, einn talsmanna lífeyrissjóðanna.

Gert er ráð fyrir að forystumenn stéttarfélaga fundi í allan dag vegna þeirrar lausnar sem verið er að leita að í sambandi við þá erfiðleika sem steðja að hagkerfinu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×