Viðskipti innlent

Vöruskiptin nær í jafnvægi í september

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2008 nam útflutningur 42,3 milljörðum króna og innflutningur tæpum 42,6 milljörðum króna.

Í tilkynningu á vefsíðu Hagstofunnar segir að vöruskiptin í september, hafi því verið óhagstæð um 200 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Til samanburðar var vöruskiptahallinn í september í fyrra 9,5 milljarðar. Fyrstu níu mánuði þessa árs er vöruskiptahallinn samkvæmt þessu um 45 milljarðar króna en hann var 75 milljarðar í fyrra.

Vísbendingar eru um aukinn innflutning á eldsneyti og aukinn útflutning sjávarafurða og áls í september miðað við ágúst 2008 segir einnig á vef Hagstofunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×