Viðskipti innlent

Blæs á skoðanir Herleifs Håvik á íslensku bönkunum

Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Kaupþings segir að hann gefi lítið fyrir skoðanir Herleifs Håvik á stöðu íslenska bankakerfisins þessa stundina.

„Håvik hefur verið þekktur fyrir það í gegnum árin að tala ávallt illa um íslensku bankana og fjármálakerfið hér á landi," segir Jónas.

Eins og fram kom á vísi.is fyrr í dag segir Håvik, sem er forstöðumaður vaxta- og lánadeildar Carnegie bankans að þetta sé búið spil fyrir íslensku bankana. Nefnir hann hátt skuldatryggingarálag sem að hans mati sýni að þeir stefni í þrot.

Hér má bæta því við að Håvik hrökklaðist á sínum tíma úr starfi sínu hjá norska olíusjóðnum eftir að íslenskir ráðamenn höfðu kvartað undan því að norski olíusjóðurinn hefði verið að skortselja íslensku bankana.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×