Viðskipti innlent

Ríkisstjórnin tilkynnir mjög fljótlega um aukið lausafé á markaðinn

Ríkisstjórnin mun mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. Þetta kemur fram í samtali sem Bloomberg-fréttaveitan átti við Tryggva Þór Herbertsson efnahagsráðgjafa forsætisráðuneytisins í dag.

"Við erum að vinna að áætlun," segir Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega."

Tryggvi Þór vildi ekki greina frá áætluninni í smáatriðum en hann útilokar að um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) sé að ræða.

"Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar," segir Tryggvi Þór. "Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×