Viðskipti innlent

Til greina kemur að skipta bönkunum upp í íslenska og erlenda

Pétur Blöndal alþingismaður segir að til greina komi að skipta bönkunum upp í íslenska og erlenda banka. Við það myndu erlendar skuldir og skuldbindingar bankana flytja úr landi.

Eftir sem áður yrðu sömu eigendur að bönkunum og nú er en starfsemi þeirra aðskilin.

Þetta kom fram í máli Péturs í þættinum Silfri Egils nú í hádeginu. Hann nefndi einnig til sögunnar hugmyndir á borð við þær að selja Kárahnjúkavirkjun og aðrar virkjanir og jafnvel aðgang að ónýttum náttúruauðlindum á sviði orkuöflunnar.

Pétur segir að þetta sé allt spurning um hve langt menn vilji ganga og hvað langt þeir telji að nauðsynlegt sé að ganga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×