Fleiri fréttir

Mæla gegn kaupum í Vodafone

IFS ráðgjöf verðleggur hlutabréf í Vodafone á 25,1 krónu og telur fjárfesta gera best með því að halda að sér höndum í hlutafjárútboði samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag.

Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum

Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.

Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fækkað um 31% milli ára

Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 910, sem er tæplega 31% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.317 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar

Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna.

Verulega dregur úr hagnaði N1 milli ára

Olíufélagið N1 skilaði 468 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaðurinn 628 milljónir kr. á sama tímabili í fyrra.

OECD spáir 2,5% hagvexti

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014.

Ágæt arðsemi hjá Arion banka

Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur

Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær.

Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglulegum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögul

Saffran í útrás til Bretlands

Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída.

Nordea kosinn banki ársins í Vestur Evrópu

Tímaritið The Banker, sem gefið er út af Financial Times, hefur kosið Nordea bankann sem banka ársins í Vestur Evrópu. Nordea er fyrsti norræni bankinn sem hlýtur þessa viðurkenningu.

Spá mikilli verðbólgu næstu mánuðina

Greining Arion banka spáir því að verðbólgan muni verða á bilinu 4,2% til 4,5% á næstu mánuðum. Forsenda þessarar spár er að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem nú er.

Alger viðsnúningur hjá Orkuveitunni og jákvæð teikn á lofti

Árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða af þeim miklu skuldum sem á rekstrinum hvíla, en fyrstu níu mánuði ársins var rekstrarhagnaður fyrirtækisins 11 milljarðar króna. Sú leið Besta flokksins að aftengja afskipti stjórnmálamanna af fyrirtækinu virðist því hafa heppnast afar vel.

Árið 2013 gæti orðið erfitt í ferðaþjónustu

Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2013 þá eru væntingar hjá stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á heimsvísu um gott gengi á næsta ári ekki miklar. Því er spáð að ferðamönnum sem gista í það minnsta eina nótt í ferðalögum sínum muni fjölga um þrjú prósent á heimsvísu, en fjölgunin á þessu ári verður líklega um tvö prósent frá árinu 2011. Vitnað er til greiningar Tourism Economics, ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis á sviði ferðaþjónustu.

Spá 8,2 prósent hagvexti í Írak á næsta ári

Þrátt fyrir veika innviði og ófrið þá spáir The Economist því að hagvöxtur í Írak verði 8,2 prósent á næsta ári, sem er með því allra mesta af löndum Mið-Austurlanda. Sérstaklega er horft til þess að olíuframleiðsla og olíuþjónustugeirinn sé sífellt að verða betur skipulagður, og það gefi efnahagnum færi á að vaxa milli ára.

Segir fjárlögin ekki í uppnámi

Formaður fjárlaganefndar Alþingis telur ekki að andstaða Róberts Marshall við gistináttaskatt ríkisstjórnarinnar setji fjárlögin í uppnám.

Einn á móti fjórum í peningastefnunefndinni

Einn nefndarmanna í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda vöxtum óbreyttum en ekki hækka þá um 0,25 prósentustig í sex prósent eins og gert var á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá fundi fyrir vaxtaákvörðunina síðustu.

Guðmundur tapaði 10 milljónum þegar Glitnir féll

Íslenska ríkið, Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin voru í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Matthíassonar sem sagðist hafa verið rændur þegar hann keypti hlutbréf í Glitni, haustið 2008. Guðmundar greiddi tæpar tíu milljónir fyrir bréfin.

Seðlabankinn varaði við stöðunni árið 2004

Seðlabanki Íslands varaði við þeirri stöðu sem nú er komin upp hjá Íbúðalánasjóði þegar frumvarp til laga um húsnæðismál var til umræðu á Alþingi á vormánuðum 2004. Aðvörunin birtist í umsögn um frumvarpið sem Seðlabankinn sendi félagsmálanefnd, sem þá fjallaði um frumvarpið.

Rauðar tölur lækkunar á mörkuðum

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa víðast hvar lækkað í dag, og eru lækkanir raktar til erfiðleika í fjármálakerfi Spánar. Tilkynnt var um það í dag að stærsti banki Spánar þyrfti að draga saman seglin, segja upp sex þúsund starfsmönnum og selja eignir fyrir meira en 64 milljarða evra, eða sem nemur ríflega átta þúsund milljörðum.

Fréttaskýring: Áhrif og völd að færast til Asíu

G20 ríkin ráða yfir 60 prósent af landi heimsins, standa undir 87 prósent af hagvexti og þar búa um 65 prósent af íbúum heimsins. Miklar sviptingar hafa þó einkennt áhrif einstakra ríkja innan þessa hóps undanfarin ár, og eru það helst risarnir í Asíu, Kína og Indland, sem eru farin að styrkja stöðu sína og auka áhrif sín.

Windows 8 selst betur en Windows 7

Rúmur mánuður er síðan nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fór í almenna sölu en nú þegar hefur þessi uppfærsla á mikilvægustu vöru tæknirisans slegið forvera sínum við.

Eins og bólgueyðandi lyf við alvarlegum sjúkdómi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það framlag sem ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja í Íbúðalánasjóð í gær, allt að þrettán milljarða, virka eins og bólgueyðandi lyf á alvarlegan sjúkdóm. Hann segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki reiknað með því að þurfa að koma Íbúðalánasjóði til aðstoðar í fjárlögum 2013. "Þessar upphæðir eru með þeim hætti, að það er ábyrgðarlaust að reikna ekki með þessu í fjárlögum fyrir næsta ár,“ segir Bjarni. Hann segir auk þess að kerfisvandi sjóðsins hafi ekki verið greindur nægilega vel af stjórnvöldum, og að það sé slæmt að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir alvarlegri stöðu hans, og gripið til aðgerða fyrr.

Hagnaður Arion banka nam 14,5 milljörðum króna

Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var um 14,5 milljarðar króna eftir skatta samanborið við 13,6 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15,9% samanborið við 17,6% á sama tímabili árið 2011. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,9% en var 11,3% á sama tímabili í fyrra. Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012 er óendurskoðaður. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 22,5% en í lok síðasta árs var það 21,2%.

Forseti Alþingis fundar með rannsóknarnefnd um ÍLS á morgun

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun funda með rannsóknarnefnd Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs á morgun klukkan 15:00 og fá þá upplýsingar um hvenær vinnu nefndarinnar lýkur og skýrsla hennar verður birt almenningi.

Facebook að opna gjafaverslun

Ríflega milljarður manna notra samfélagsmiðilinn í það minnsta einu sinni í viku, og nú hyggjast forsvarsmenn Facebook reyna að efla þjónustu sína enn frekar með því að opna fyrir kaup á gjöfum, t.d. handa þeim sem eiga afmæli.

Græn framtíð endurnýtir raftæki á Nýfundnalandi

Græn framtíð hefur samið við borgaryfirvöld í St. John's á Nýfundnalandi og Labrador um endurnýtingu á öllum smáraftækjum sem eru ekki lengur í notkun á vegum borgarinnar. Um er að ræða farsíma, fartölvur, netlykla, myndavélar og önnur sambærileg smáraftæki.

Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli. Rekstarþjónusta Nýherja hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004.

Verðbólgan eykst í 4,5%

Ársverðbólgan mældist 4,5% í nóvember og hækkaði því um 0,3 prósentur frá því í október. Greining Arion banka hafði spáð rétt fyrir um verðbólguna en greining Íslandsbanka spáði aftur á móti að hún yrði 4,3%.

Sjóðurinn stendur ekki undir sér

Ríkistjórnin ætlar að setja 13 milljarða inn í Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn telur sjálfur að hann þurfi 22,5 milljarða á næstu þremur árum. Sjóðurinn á yfir tvö þúsund eignir. Hluti þeirra verður settur inn í sérstakt félag sem mun tapa allt að tveimur milljö

Segir ummælin ekki óheppileg

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingiskona segir viðbrögðin við ummælum sínum um stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í gær hafa verið yfirdrifin og ekki í samræmi við stöðu mála.

Hækkun vörugjalda þýðir 50% samdrátt í bílakaupum

Verði fyrirhugaðar hækkanir á vörugjöldum um áramótin að veruleika, má reikna með að kaup bílaleigufyrirtækja á nýjum bílum muni dragast saman um allt að 50 prósent ásamt miklum hækkunum á leigugjöldum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna.

Ísland kemur vel út í nýrri skýrslu OECD

Í frétt á Reuters um nýja skýrslu OECD um efnahagshorfurnar í heiminum er fjallað sérstaklega um Norðurlöndin og þar kemur Ísland vel út í samanburðinum að Noregi frátöldum.

Strætóappið kynnt í dag

Strætó bs kynnir í dag nýja þjónustu fyrir farþega sína, nýtt forrit eða "app" fyrir Android og iPhone síma. Innan skamms er væntanleg útgáfa fyrir Windows Mobile síma.

Miklar launahækkanir gætu ýtt undir stýrivaxtahækkun

Seðlabanki Íslands gæti átt eftir að hækka vexti eitthvað í framtíðinni til að bregðast við launahækkunum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann segir þó í samtali við fréttastofu Reuters að hann búist ekki við miklum vaxtahækkunum í nánustu framtíð. Bankinn hækkaði vexti um 25 punkta fyrr í þessum mánuði og eru vextirnir nú 6 prósent.

Kauphöllin opnar aftur fyrir viðskipti með bréf ÍLS

Kauphöll Íslands tilkynnti nú rétt eftir klukkan eitt fyrir pörun viðskipta með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs og færði íbúðabréf á Athugunarlista. Uppboð hefst kl. 13.40 að íslenskum tíma og samfelld viðskipti tíu mínútum seinna. Skuldabréfin voru færð á athugunarlista vegna óvissu um verðmyndun skuldabréfanna.

Sjá næstu 50 fréttir