Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður telur þörf á 22,5 milljarða framlagi - Fær 13 milljarða núna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúðalánasjóður telur þörf á nýju stofnfjárframlagi að upphæð 22,5 milljarða króna sem yrði greitt út á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í IFS greiningu sem unnin var fyrir starfshóp um stöðu og horfur um efnahag Íbúðalánasjóðs.

Íbúðalánasjóður telur þörf á 10 milljöðrum króna á næsta ári, 7,5 milljörðum árið 2014 og 5 milljörðum króna árið 2015. Þessi aukning kæmi í framhaldi af 33 milljarða króna stofnfjáraukningu til sjóðsins á árinu 2010. IFS var beðið um að leggja mat á þörf fyrir þessari aukningu og hvort hún dugi til að viðhalda að lágmarki 4% eiginfjárhlutfalli til lengri tíma.

Eins og fram hefur komið í morgun ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum að veita 13 milljörðum króna í sjóðinn. Í samtali við fréttamenn sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að hann útilokaði ekki að meira fé yrði lagt fram síðar meir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×