Viðskipti innlent

Miklar launahækkanir gætu ýtt undir stýrivaxtahækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Seðlabanki Íslands gæti átt eftir að hækka vexti eitthvað í framtíðinni til að bregðast við launahækkunum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann segir þó í samtali við fréttastofu Reuters að hann búist ekki við miklum vaxtahækkunum í nánustu framtíð. Bankinn hækkaði vexti um 25 punkta fyrr í þessum mánuði og eru vextirnir nú 6 prósent.

Már segir í samtali við Reuters að Seðlabankinn búist við því að verðbólga minnki en ákvarðanir um stýrivexti muni taka mið af aðstæðum. „Ef kjarasamningar breytast mikið og laun hækka úr takti við forsendur verðbólgumarkmiðsins þá er hugsanlegt að við förum út í vaxtahækkanir," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×