Strætóappið kynnt í dag 27. nóvember 2012 15:43 Nú er komið nýtt app fyrir strætó. Strætó bs kynnir í dag nýja þjónustu fyrir farþega sína, nýtt forrit eða „app" fyrir Android og iPhone síma. Innan skamms er væntanleg útgáfa fyrir Windows Mobile síma. Forritið er hannað til að aðvelda viðskiptavinum Strætó að komast leiðar sinnar. Þannig er t.d. hægt að finna bestu og stystu leiðina á áfangastað, sjá staðsetningu vagna í rauntíma, leita eftir brottförum vagna frá ákveðnum biðstöðvum í rauntíma, og margt fleira. Farþegar geta ennfremur vistað í forritið þær biðstöðvar sem þeir notar mest og þá birtir appið á skýran hátt hvaða vagnar eiga leið um þær biðstöðvar og hversu langt er í næsta vagn. Í náinni framtíð geta farþegar nýtt forritið til að fá nýjustu fréttir af því sem Strætó þarf að koma á framfæri hverju sinni, eins og breytingar á áætlun t.d. vegna vegaframkvæmda eða veðurs. „Það er stefna Strætó bs að auðvelda aðgengi farþega að ferðatengdum upplýsingum sem eru mikilvægur liður í reglubundinni notkun okkar þjónustu. Nú þegar hefur vefurinn okkar sannað gildi sitt sem slíkur miðill og nýja appið okkar er þannig enn ein leiðin til að nálgast þessar upplýsingar með því einu að hafa snjallsíma við höndina. Fyrirhugað er að þróa og efla bæði þessi viðmót enn frekar. Þannig er ráðgert að bjóða upp á kaup á fargjöldum með snjallsímanum á næstu misserum ásamt öðrum nytsamlegum nýjungum," sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í tilkynningu við þetta tilefni. Hægt er að sækja appið á slóðinni straeto.is/app. Þetta getur þú gert í Strætó-appinu þínu:Skipuleggðu ferðina Appið auðveldar það að finna næsta vagn, hvenær hann fer og hvenær hann kemst á áfangastað. Þú finnur einfaldlega upphafs- og endastöð og leiðin er greið. Þú getur skráð þína uppáhaldsbiðstöð og þá flýtir appið fyrir þér með því að birta hana sem flýtitakka. Rauntímakort biðstöðva Hægt að finna á einfaldan hátt alla þá vagna sem leið eiga um viðkomandi biðstöð. Þú sérð hvaða vagnar koma næst og hvort þeir eru á áætlun. Með því að skrá þína uppáhalds biðstöð færðu upplýsingarnar fljótt og vel. Rauntímakort vagna Staðsetning allra vagna í rauntíma. Gáðu að því að þú getur valið eina leið úr og fylgst með því hvar vagnarnir á þeirri leið eru staddir þá stundina. Til að velja ákveðna leið velurðu merkið uppi í vinstra horni á skjánum. Uppáhaldsbiðstöð Til að festa inni þínar uppáhaldsbiðstöðvar. Ferðafréttir Allar nýjustu upplýsingar um það sem strætó þarf að koma á framfæri, svo sem þegar breytingar verða á áætlun. Gjaldskrá Hér sérðu gjaldskrá Strætó. Enn er ekki hægt að kaupa sér far í gegnum appið. Sá möguleiki er þó í vinnslu og gæti orðið að veruleika seint á árinu 2013. Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Strætó bs kynnir í dag nýja þjónustu fyrir farþega sína, nýtt forrit eða „app" fyrir Android og iPhone síma. Innan skamms er væntanleg útgáfa fyrir Windows Mobile síma. Forritið er hannað til að aðvelda viðskiptavinum Strætó að komast leiðar sinnar. Þannig er t.d. hægt að finna bestu og stystu leiðina á áfangastað, sjá staðsetningu vagna í rauntíma, leita eftir brottförum vagna frá ákveðnum biðstöðvum í rauntíma, og margt fleira. Farþegar geta ennfremur vistað í forritið þær biðstöðvar sem þeir notar mest og þá birtir appið á skýran hátt hvaða vagnar eiga leið um þær biðstöðvar og hversu langt er í næsta vagn. Í náinni framtíð geta farþegar nýtt forritið til að fá nýjustu fréttir af því sem Strætó þarf að koma á framfæri hverju sinni, eins og breytingar á áætlun t.d. vegna vegaframkvæmda eða veðurs. „Það er stefna Strætó bs að auðvelda aðgengi farþega að ferðatengdum upplýsingum sem eru mikilvægur liður í reglubundinni notkun okkar þjónustu. Nú þegar hefur vefurinn okkar sannað gildi sitt sem slíkur miðill og nýja appið okkar er þannig enn ein leiðin til að nálgast þessar upplýsingar með því einu að hafa snjallsíma við höndina. Fyrirhugað er að þróa og efla bæði þessi viðmót enn frekar. Þannig er ráðgert að bjóða upp á kaup á fargjöldum með snjallsímanum á næstu misserum ásamt öðrum nytsamlegum nýjungum," sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í tilkynningu við þetta tilefni. Hægt er að sækja appið á slóðinni straeto.is/app. Þetta getur þú gert í Strætó-appinu þínu:Skipuleggðu ferðina Appið auðveldar það að finna næsta vagn, hvenær hann fer og hvenær hann kemst á áfangastað. Þú finnur einfaldlega upphafs- og endastöð og leiðin er greið. Þú getur skráð þína uppáhaldsbiðstöð og þá flýtir appið fyrir þér með því að birta hana sem flýtitakka. Rauntímakort biðstöðva Hægt að finna á einfaldan hátt alla þá vagna sem leið eiga um viðkomandi biðstöð. Þú sérð hvaða vagnar koma næst og hvort þeir eru á áætlun. Með því að skrá þína uppáhalds biðstöð færðu upplýsingarnar fljótt og vel. Rauntímakort vagna Staðsetning allra vagna í rauntíma. Gáðu að því að þú getur valið eina leið úr og fylgst með því hvar vagnarnir á þeirri leið eru staddir þá stundina. Til að velja ákveðna leið velurðu merkið uppi í vinstra horni á skjánum. Uppáhaldsbiðstöð Til að festa inni þínar uppáhaldsbiðstöðvar. Ferðafréttir Allar nýjustu upplýsingar um það sem strætó þarf að koma á framfæri, svo sem þegar breytingar verða á áætlun. Gjaldskrá Hér sérðu gjaldskrá Strætó. Enn er ekki hægt að kaupa sér far í gegnum appið. Sá möguleiki er þó í vinnslu og gæti orðið að veruleika seint á árinu 2013.
Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira