Viðskipti innlent

Segir ummælin ekki óheppileg

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingiskona segir viðbrögðin við ummælum sínum um stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í gær hafa verið yfirdrifin og ekki í samræmi við stöðu mála.

Yfirlýsingar Sigríðar birtust á fréttavef Bloomberg í gærmorgun. Viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs voru þegar stöðvuð í Kauphöll Íslands og forstjóri hennar gagnrýndi þingmanninn harðlega.

Aðspurð hvort ummælin hafi verið óheppileg, einkum varðandi tímasetningu, fellst Sigríður ekki á það. Stóra málið sé kostnaðurinn sem lendir á ríkissjóði vegna ÍLS.

„Ég bjó ekki yfir innherjaupplýsingum. Það vita allir sem vilja vita, og hafa fylgst með málum sjóðsins, að uppgreiðsluáhætta er hans stærsta áhætta."

Hún segir hörð viðbrögð við ummælunum lýsa hjarðhegðun. „Þessi viðbrögð eru einkennileg á meðan 50 milljarðar falla á ríkissjóð og þar með almenning vegna Íbúðalánasjóðs. Vandinn er ekki mín orð heldur þessi staðreynd."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×