Viðskipti innlent

Hækkun vörugjalda þýðir 50% samdrátt í bílakaupum

Verði fyrirhugaðar hækkanir á vörugjöldum um áramótin að veruleika, má reikna með að kaup bílaleigufyrirtækja á nýjum bílum muni dragast saman um allt að 50 prósent ásamt miklum hækkunum á leigugjöldum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Jafnframt muni bílaleiguflotinn eldast umfarm það sem æskilegt er, frá sjónarmiði öryggis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×