Viðskipti innlent

Verðbólgan eykst í 4,5%

Ársverðbólgan mældist 4,5% í nóvember og hækkaði því um 0,3 prósentur frá því í október. Greining Arion banka hafði spáð rétt fyrir um verðbólguna en greining Íslandsbanka spáði aftur á móti að hún yrði 4,3%.

Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2012 er 402,0 stig og hækkaði um 0,32% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 383,5 stig og hækkaði um 0,37% frá október.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,9% (vísitöluáhrif -0,17%) en verð á dagvörum hækkaði um 0,8% (0,13%) og verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 8,3% (0,13).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5% og vísitalan án húsnæðis um 5,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,6% verðbólgu á ári (7,5% verðbólgu á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×