Viðskipti innlent

Kauphöllin opnar aftur fyrir viðskipti með bréf ÍLS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands tilkynnti nú rétt eftir klukkan eitt að opnað yrði fyrir pörun viðskipta með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs en íbúðabréf voru færð á Athugunarlista. Uppboð hefst kl. 13.40 að íslenskum tíma og samfelld viðskipti tíu mínútum seinna. Skuldabréfin voru færð á athugunarlista vegna óvissu um verðmyndun skuldabréfanna.

Lokað var fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs í morgun eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, sagði að breyta þyrfti skilmálum á skudabréfum sjóðsins þannig að þau yrðu uppgreiðanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×