Fleiri fréttir Landsmótið gríðarleg innspýting „Þetta verður gríðarleg innspýting í hið skagfirska hagkerfi,“ segir ferðamálafulltrúi Skagafjarðar en þar er nú verið að undirbúa eitt stærsta mannamót landsins þetta árið - Landsmót hestamanna - sem varð að slá af í fyrra vegna hrossapestarinnar. 18.6.2011 22:45 Styðja Háskólann í Reykjavík um 200 milljónir Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hafa ákveðið styðja við og efla háskólastarf á Íslandi með 200 milljón króna framlagi til Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ávarpi Ara Kristins Jónssonar, rektors skólans, við útskriftarathöfn HR sem haldin var í Hörpu í dag. 18.6.2011 15:54 Gæfa Íslands að vera utangarðs „Gæfa Íslands var sú að það uppfyllti ekki skilyrði fyrir björgun úr vandanum,“ skrifar Ásgeir Jónsson hagfræðingur í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í fyrradag. 18.6.2011 11:00 Evran betri en kanadadollar Að mati aðalhagfræðings Seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri. 17.6.2011 20:12 Milljarðar fara í útrunna þjónustusamninga ráðuneytanna Tæpur þriðjungur allra skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamninga sem ráðuneytin hafa gert eru útrunnir. Samtals nema skuldbindingar ríkisins vegna þeirra um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011-14. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Á þessu ári munu samtals tæplega 40 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til ýmissa verkefna sem samtök, einakaðilar eða sveitarfélög sinna samkvæmt svokölluðum skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamningum við ráðuneytin. Af samtals 116 slíkum samningum eru 33 nú útrunnir, þ.e. um 28%, þótt haldið sé áfram að starfa og greiða samkvæmt þeim. Um er að ræða samninga sem heyra undir fjögur ráðuneyti: mennta- og menningarmála-, innanríkis-, velferðar- og utanríkisráðuneyti. Samningar annarra ráðuneyta eru enn í gildi. Alls nema skuldbindingar ríkisins vegna útrunninna samninga um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011-14. Í nýrri ábendingu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stofnunin telur óviðunandi að unnið sé samkvæmt útrunnum rekstrar- og þjónustusamningum. Mikilvægt sé að þeir verði endurnýjaðir sem fyrst og eldri samningar gerðir upp. Þá þurfi ráðuneytin að tryggja að Ríkisendurskoðun berist ávallt afrit rekstrar- og þjónustusamninga og ársreikninga sem tengjast þeim. Mennta- og menningarmálaráðuneyti sker sig úr vegna fjölda útrunninna samninga en 26 af samtals 44 samningum þess eru útrunnir eða tæp 60%. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu vinnur það nú að endurnýjun þessara samninga 17.6.2011 15:12 Seðlabankinn vill kaupa evrur - liður í losun gjaldeyrishafta Seðlabankinn Íslands tilkynnti í gær að hann bjóðist til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta. Alls býðst seðlabankinn til að kaupa sextíu og fjórar milljónir evra en markmið þessara aðgerða er að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa aflandskrónum í útboði. Krónurnar verða svo seldar til aðila sem tilbúnir eru til að eiga þær í minnst fimm ár. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum stuðlar aðgerðin þannig jafnframt að því að fjármagna ríkissjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga þannig úr endurfjármögnunarþörf á meðan losað er um gjaldeyrishöft. 17.6.2011 11:59 Opnar útikaffihús við Arnarnesvog Nú um helgina og næstu helgi verður starfrækt útikaffihús við sjávarsíðuna í Garðabæ. Það eru aðstandendur veitingastaðarins Himinn og haf sem standa að baki kaffihúsinu. Aðstandendur kaffihússins hafa fengið lóðinni, þar sem útikaffihúsið stendur, úthlutað og munu byggja veitingahús á staðnum. 17.6.2011 10:59 Ný skýrsla frá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag nýja skýrslu um endurbætur á íslenska skattkerfinu. 16.6.2011 19:30 Árni Pétur kaupir 10-11 Arion banki gekk í dag frá sölu á verslunarkeðjunni Tíu-ellefu til félags í eigu Árna Péturs Jónssonar. 16.6.2011 18:33 Ríkið semur við flugfélögin Ríkiskaup, fyrir hönd Fjármálaráðuneytis og aðila að rammasamningakerfi ríkisins, hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld. Samið var við Iceland express og Icelandair. 16.6.2011 11:27 Eignir Skúla, Hreiðars og Magnúsar kyrrsettar Búið er að kyrrsetja eignir Skúla Þorvaldssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Meðal eigna sem hafa verið kyrrsettar eru í Lúxemborg. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Áður hafði Morgunblaðið greint frá kyrrsetningunum en mennirnir voru þá ekki nafngreindir. 16.6.2011 10:11 Hagnast um 389 milljónir Upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr hagnaðist um 389 milljónir króna í fyrra samanborið við 362 milljóna króna tap árið á undan. 16.6.2011 10:00 Íslensk skip landa minni afla Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10% minni en í maí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 7% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 43.421 tonnum í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 4.600 tonnum sem er um 2.600 tonnum minni afli en í maí 2010. Karfaaflinn jókst um rúm 1.600 tonn samanborið við maí 2010 og nam 4.100 tonnum. Tæp 5.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 1.650 tonnum meiri afli en í maí 2010. Mikill samdráttur varð í veiði á úthafskarfa og öðrum botnfiskafla samanborið við maí 2010. Engum uppsjávarafla var landað í maí síðastliðnum samanborið við tæplega 29.000 tonna afla í maí 2010. Flatfiskaflinn var rúm 3.200 tonn í maí 2011 sem er svipaður afli og í maí 2010. Skel- og krabbadýraafli nam um 1.400 tonnum samanborið við tæplega 1.700 tonna afla í maí 2010. 16.6.2011 09:12 Lindex opnar á Íslandi „Við erum ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Albert Þór Magnússon, en hann hyggst færa Íslendingum sænsku verslanakeðjuna Lindex ásamt konu sinni, Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Verslunin verður opnuð í 450 fermetra plássi í Smáralindinni í nóvember. 16.6.2011 08:45 Ráðuneytið skiptir sér ekki af sölu Byrs Fjármálaráðuneytið hefur ekki kallað sérstaklega eftir upplýsingum um aðkomu fyrirtækisins Arctica Finance að sölunni á Byr sparisjóði. „Nei, mér er ekki kunnugt um það," segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. 16.6.2011 08:00 Forstjórinn vill stækka Actavis Actavis þarf að þrefaldast að umfangi á næstu þremur árum áður en það verður skráð á hlutabréfamarkað eða sameinað öðru samheitalyfjafyrirtæki. Þetta segir Claudio Albrecht, forstjóri fyrirtækisins, í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna. 16.6.2011 07:00 Afnám gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi Seðlabankastjóri segir næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi. Hann segir að skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs í síðustu viku merki að hægt sé að fara mun hraðar í afnámið en ella. 15.6.2011 19:00 Lítilsháttar aukning í veltu dagvöruverslana Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og um 2,0% á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í maí um 1,9% frá sama mánuði í fyrra og verð á dagvöru hefur hækkað um 0,9% á síðastliðnum 12 mánuðum. 15.6.2011 16:41 Ársskýrsla Skýrr í þrívídd Velta fyrirtækjanna sem mynda samstæðu Skýrr ehf. var liðlega 22 milljarðar króna á árinu 2010. Í afkomutilkynningu frá samstæðunni segir að EBITDA framlegð af reglubundnum rekstri þessara félaga hafi verið 790 milljónir króna og afkoma eftir skatta var um 390 milljónir króna. Skýrr gefur nú út ársskýrslu eftir nokkurt hlé og var bryddað upp á því nýmæli að hafa skýrsluna í þrívídd. Skýrsluna má nálgast á skrifstofu Skýrr ásamt þrívíddargleraugum en einnig má finna hana hér. 15.6.2011 16:12 Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 15.6.2011 14:47 Flugvirkjar í þriggja daga verkfall á mánudag Flugvirkjar ætla að leggja niður störf í þrjá sólarhringa frá og með miðnætti á mánudag í næstu viku verði ekki búið að semja í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Deiluaðilar ætla að funda á morgun en haft er eftir Óskari Einarssyni, formanni Flugvirkjafélags Íslands, í Fréttablaðinu í dag að hlutirnir séu að þokast í rétta átt. Miklar tafir urðu á flugáætlun Icelandair í síðustu viku þegar flugvirkjar lögðu tímabundið niður störf. 15.6.2011 11:55 Arion banki endurreiknar 2000 ólögmæt lán Arion Banki hyggst endurreikna öll þau lán sem kveða á um sömu efnisatriði og Hæstiréttur hefur í nýlegum dómum sínum talið ólögmæt. Um tvö þúsund lán er að ræða samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Arion banki stefnir að því að ljúka endurútreikningi í október en niðurstaðan verður kynnt lánþegum eins fljótt og auðið er. 15.6.2011 11:51 Nordea bankinn semur við Nýherjafélag Hugbúnaðarfélagið Applicon, sem er hluti af Nýherjasamstæðunni, hefur lokið innleiðingu á PeTra hugbúnaðarlausn hjá Nordea, einum stærsta banka Norðurlanda. 15.6.2011 11:26 Gengi krónu lækkar enn Krónan hefur ekki verið jafn veik gagnvart helstu viðskiptamyntum síðan í lok maí á síðasta ári. Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum og stóð gengisvísitalan í morgun í 219 stigum. Þar með er hún rúmlega 5% veikari en um síðustu áramót. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að á sama tímabili í fyrra var þessu öfugt farið en þá styrktist krónan um rúm 8% miðað við gengisvísitöluna, það er fór úr rúmum 233 stigum í tæp 216 stig. Samkvæmt Morgunkorninu má að hluta til rekja þessa þróun á veikingu á gengi evrunnar á þessum tíma en svo virðist sem máttur krónunnar sé fremur lítill um þessar mundir og þar með að krónan sé sjálf undir töluverðum lækkunarþrýstingi. 15.6.2011 11:11 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 15.6.2011 10:15 Viðskiptavinir geta losnað við FIT kostnaðinn Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum aukna þjónustu með því að veita þeim svigrúm til þess að lagfæra færslur sem hafa lent á FIT. Viðskiptavinir geta skráð FIT viðvörun í Netbanka og fengið tölvupóst eða SMS ef þeir fara yfir á reikningnum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 15.6.2011 09:44 Segir Kaupþingsmenn hafa teiknað upp "Project Polo“ Jón Ásgeir Jóhannesson segir að forsvarsmenn Kaupþings hafi teiknað upp viðskiptafléttuna sem fól í sér að Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér fyrir fimmtán milljarða af stjórnendum félagsins. Þetta kemur fram í greinargerð hans í skaðabótamáli sem skiptastjóri Baugs hefur höfðað vegna milljarðanna fimmtán. 15.6.2011 08:00 Karfinn veiðist vel Mokveiði er á úthafskarfamiðunum djúpt úti á Reykjaneshrygg þar sem átta íslenskir og 25 erlendir togarar eru á veiðum. Afli íslensku togarnna fer upp í 50 tonn á sólarhring, en frystigeta skipanna er yfirleitt ekki meiri. 15.6.2011 07:50 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna varar við nýrri kreppu Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við nýrri efnhagskreppu. Hann segir lánshæfismat Bandaríkjanna í hættu ef þingmenn koma sér ekki saman um fjárlög og nái að stoppa upp í gríðarlega stórt gat í fjárlögum landsins. 15.6.2011 07:47 Skiptastjóri Baugs krefur Jón Ásgeir um 15 milljarða Þrotabú Baugs Group hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins. Búið krefur Jón Ásgeir persónulega um fimmtán milljarða króna. 15.6.2011 07:30 Atvinnuleysi 7,4 prósent í apríl Atvinnuleysi á Íslandi mældist 7,4 prósent í apríl og lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. 15.6.2011 06:00 Þrjú færeysk félög á aðallista Engar breytingar verða á samsetningu OMX Iceland 6-hlutabréfavísitölunnar, sem tekur gildi um mánaðamótin. Í vísitölunni eru sex skráð fyrirtæki sem mest er verslað með á hlutabréfamarkaði. 15.6.2011 05:00 Þingnefnd ræðir stöðu banka Ársskýrslur Íslandsbanka og Landsbanka Íslands voru til umræðu á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar bankanna fóru yfir afkomu þeirra og stöðuna eftir fyrsta ársfjórðung. 15.6.2011 04:00 Hæstiréttur staðfestir frávísun í máli sjóðsfélaga gegn Sjóði 9 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísað frá dómi máli tíu sjóðsfélaga í Sjóði 9 hjá Glitni. 14.6.2011 16:48 Fiskmarkaðurinn í Hull hruninn vegna skorts á fiski frá Íslandi Fiskmarkaðurinn í Hull í Bretlandi er hruninn vegna þess að hann fær ekki lengur hráefni frá Íslandi. Þar með lýkur hundrað og fimmtíu ára sögu fiskmarkaðar í borginni. Íslenska fyrirtækið Atlantic Fresh flytur út íslenskan fisk í umboðssölu til Bretlands og hefur um nokkurra ára skeið verið með allan þann fisk sem kom á fiskmarkaðinn í Hull. En nú hefur fyrirtækið hætt að flytja fisk þangað og þar með lýkur 150 ára sögu fiskmarkaðar í borginni. Magnús Guðmundsson stjórnarformaður Atlantic Fresh segir aðalástæðu þessa vera að mjög hafi dregið úr framboði á ferskum fiski frá Íslandi. Fyrirtækið mun nú eingöngu flytja út fisk á markaðinn í Grimsby. Sextan menn missa vinnuna á fiskmarkaðnum í Hull og í breskum fjölmiðlum segir að mönnum sé mjög brugðið við þessa ákvörðun. Magnús vonar þó að fiskkaupmenn í Hull kaupi fisk af fiskmarkaðnum í Grimsby í staðinn, enda stutt á milli staðanna. Meirihlutinn af þeim fiski sem fluttur hefur verið út til Hull hefur verið ýsa, en framboð á henni hefur minnkað mikið undanfarin ár vegna minni kvóta, sem á eftir að minnka enn frekar á næsta fiskveiðiári. Mikið af ýsunni fer á Fisk og franskar staði, sem selja þennan þjóðarrétt Breta. Magnús telur að þjóðarrétturinn muni ekki hækka í verði vegna minna framboðs frá Íslandi. 14.6.2011 14:24 Fá leyfi til þess að stækka Hellisheiðarvirkjun Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið virkjunarleyfi vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar um 90 megavött. Orkan verður seld til Norðuráls. 14.6.2011 13:27 Rúmlega tólf þúsund atvinnulausir í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2011 var 7,4%, en að meðaltali voru 12.553 manns atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 709 að meðaltali frá apríl eða um 0,7 prósentustig. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar. 14.6.2011 13:06 Aðalmeðferð í máli Hauks Þórs - aftur Aðalmeðferð yfir bankamanninum Hauki Þór Haraldssyni fer fram að öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur, sem starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun, var ákærður eftir hrun fyrir fyrir að millifæra 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. 14.6.2011 10:39 Heildarlaunakostnaður lækkar Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá fyrri ársfjórðungi um 4,2% í iðnaði, 3,4% í verslun, 2,8% í samgöngum og 1,5% í byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Þá lækkaði heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna um 0,8% í iðnaði frá fyrri ársfjórðungi. Á sama tímabili hækkaði heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna um 0,3% í verslun og um 0,6% í atvinnugreinunum byggingarstarfsemi og samgöngum. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru greiðslur útilokaðar sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili eins og desember- og orlofsuppbót. Ársbreyting heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá fyrsta ársfjórðungi 2010 var á bilinu 4,1% til 8,9%. Mest var hækkunin í byggingarstarfsemi en minnst í iðnaði. 14.6.2011 09:52 Lýsi í duftformi prófað á Íslandi Norska fyrirtækið Oil4Life hefur þróað lýsi í duftformi fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. Hægt verður að blanda því í mat. 14.6.2011 05:00 Pakkningar minnka en verð helst óbreytt Framleiðendur ýmiss konar neytendavöru á alþjóðamarkaði hafa undanfarin misseri tekið á það ráð að minnka innihald neytendapakkninga en halda verði óbreyttu. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC, en fjölmargar vörur af þessu tagi eru fluttar inn hingað til lands og hafa því bein áhrif á íslenska neytendur. 14.6.2011 04:30 Framboð Stanley Fischer breytir litlu Enn sem komið er þykir líklegast að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, verði næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Framboð Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, virðist ekki ætla að breyta miklu í þeim efnum. Þrátt fyrir mikla reynslu og hafa starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er Fischer ekki talinn líklegur til að hljóta starfið. 13.6.2011 15:51 Landsbankaleiðin til góðs fyrir hluthafa Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki hafa ástæðu til að efast um að Landsbankaleiðin verði til góðs fyrir hluthafa bankans, en niðurfærsla á eignum bankans vegna skuldaúrræðanna nemur milljörðum. 12.6.2011 19:43 Aðalhagfræðingur Seðlabankans mælir með inngöngu í myntbandalag Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur að sjálfstæð peningastefna í litlum hagkerfum eins og Íslandi orsaki vandamál við hagstjórn, án þess að leysa neitt. Hann mælir með inngöngu í myntbandalag, eða myntráð. 12.6.2011 13:24 Fischer framkvæmdastjóri AGS? Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, tilkynnti í gærkvöldi að hann hyggðist sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 12.6.2011 10:04 Sjá næstu 50 fréttir
Landsmótið gríðarleg innspýting „Þetta verður gríðarleg innspýting í hið skagfirska hagkerfi,“ segir ferðamálafulltrúi Skagafjarðar en þar er nú verið að undirbúa eitt stærsta mannamót landsins þetta árið - Landsmót hestamanna - sem varð að slá af í fyrra vegna hrossapestarinnar. 18.6.2011 22:45
Styðja Háskólann í Reykjavík um 200 milljónir Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hafa ákveðið styðja við og efla háskólastarf á Íslandi með 200 milljón króna framlagi til Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ávarpi Ara Kristins Jónssonar, rektors skólans, við útskriftarathöfn HR sem haldin var í Hörpu í dag. 18.6.2011 15:54
Gæfa Íslands að vera utangarðs „Gæfa Íslands var sú að það uppfyllti ekki skilyrði fyrir björgun úr vandanum,“ skrifar Ásgeir Jónsson hagfræðingur í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í fyrradag. 18.6.2011 11:00
Evran betri en kanadadollar Að mati aðalhagfræðings Seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri. 17.6.2011 20:12
Milljarðar fara í útrunna þjónustusamninga ráðuneytanna Tæpur þriðjungur allra skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamninga sem ráðuneytin hafa gert eru útrunnir. Samtals nema skuldbindingar ríkisins vegna þeirra um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011-14. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Á þessu ári munu samtals tæplega 40 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til ýmissa verkefna sem samtök, einakaðilar eða sveitarfélög sinna samkvæmt svokölluðum skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamningum við ráðuneytin. Af samtals 116 slíkum samningum eru 33 nú útrunnir, þ.e. um 28%, þótt haldið sé áfram að starfa og greiða samkvæmt þeim. Um er að ræða samninga sem heyra undir fjögur ráðuneyti: mennta- og menningarmála-, innanríkis-, velferðar- og utanríkisráðuneyti. Samningar annarra ráðuneyta eru enn í gildi. Alls nema skuldbindingar ríkisins vegna útrunninna samninga um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011-14. Í nýrri ábendingu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stofnunin telur óviðunandi að unnið sé samkvæmt útrunnum rekstrar- og þjónustusamningum. Mikilvægt sé að þeir verði endurnýjaðir sem fyrst og eldri samningar gerðir upp. Þá þurfi ráðuneytin að tryggja að Ríkisendurskoðun berist ávallt afrit rekstrar- og þjónustusamninga og ársreikninga sem tengjast þeim. Mennta- og menningarmálaráðuneyti sker sig úr vegna fjölda útrunninna samninga en 26 af samtals 44 samningum þess eru útrunnir eða tæp 60%. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu vinnur það nú að endurnýjun þessara samninga 17.6.2011 15:12
Seðlabankinn vill kaupa evrur - liður í losun gjaldeyrishafta Seðlabankinn Íslands tilkynnti í gær að hann bjóðist til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta. Alls býðst seðlabankinn til að kaupa sextíu og fjórar milljónir evra en markmið þessara aðgerða er að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa aflandskrónum í útboði. Krónurnar verða svo seldar til aðila sem tilbúnir eru til að eiga þær í minnst fimm ár. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum stuðlar aðgerðin þannig jafnframt að því að fjármagna ríkissjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga þannig úr endurfjármögnunarþörf á meðan losað er um gjaldeyrishöft. 17.6.2011 11:59
Opnar útikaffihús við Arnarnesvog Nú um helgina og næstu helgi verður starfrækt útikaffihús við sjávarsíðuna í Garðabæ. Það eru aðstandendur veitingastaðarins Himinn og haf sem standa að baki kaffihúsinu. Aðstandendur kaffihússins hafa fengið lóðinni, þar sem útikaffihúsið stendur, úthlutað og munu byggja veitingahús á staðnum. 17.6.2011 10:59
Ný skýrsla frá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag nýja skýrslu um endurbætur á íslenska skattkerfinu. 16.6.2011 19:30
Árni Pétur kaupir 10-11 Arion banki gekk í dag frá sölu á verslunarkeðjunni Tíu-ellefu til félags í eigu Árna Péturs Jónssonar. 16.6.2011 18:33
Ríkið semur við flugfélögin Ríkiskaup, fyrir hönd Fjármálaráðuneytis og aðila að rammasamningakerfi ríkisins, hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld. Samið var við Iceland express og Icelandair. 16.6.2011 11:27
Eignir Skúla, Hreiðars og Magnúsar kyrrsettar Búið er að kyrrsetja eignir Skúla Þorvaldssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Meðal eigna sem hafa verið kyrrsettar eru í Lúxemborg. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Áður hafði Morgunblaðið greint frá kyrrsetningunum en mennirnir voru þá ekki nafngreindir. 16.6.2011 10:11
Hagnast um 389 milljónir Upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr hagnaðist um 389 milljónir króna í fyrra samanborið við 362 milljóna króna tap árið á undan. 16.6.2011 10:00
Íslensk skip landa minni afla Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10% minni en í maí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 7% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 43.421 tonnum í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 4.600 tonnum sem er um 2.600 tonnum minni afli en í maí 2010. Karfaaflinn jókst um rúm 1.600 tonn samanborið við maí 2010 og nam 4.100 tonnum. Tæp 5.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 1.650 tonnum meiri afli en í maí 2010. Mikill samdráttur varð í veiði á úthafskarfa og öðrum botnfiskafla samanborið við maí 2010. Engum uppsjávarafla var landað í maí síðastliðnum samanborið við tæplega 29.000 tonna afla í maí 2010. Flatfiskaflinn var rúm 3.200 tonn í maí 2011 sem er svipaður afli og í maí 2010. Skel- og krabbadýraafli nam um 1.400 tonnum samanborið við tæplega 1.700 tonna afla í maí 2010. 16.6.2011 09:12
Lindex opnar á Íslandi „Við erum ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Albert Þór Magnússon, en hann hyggst færa Íslendingum sænsku verslanakeðjuna Lindex ásamt konu sinni, Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Verslunin verður opnuð í 450 fermetra plássi í Smáralindinni í nóvember. 16.6.2011 08:45
Ráðuneytið skiptir sér ekki af sölu Byrs Fjármálaráðuneytið hefur ekki kallað sérstaklega eftir upplýsingum um aðkomu fyrirtækisins Arctica Finance að sölunni á Byr sparisjóði. „Nei, mér er ekki kunnugt um það," segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. 16.6.2011 08:00
Forstjórinn vill stækka Actavis Actavis þarf að þrefaldast að umfangi á næstu þremur árum áður en það verður skráð á hlutabréfamarkað eða sameinað öðru samheitalyfjafyrirtæki. Þetta segir Claudio Albrecht, forstjóri fyrirtækisins, í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna. 16.6.2011 07:00
Afnám gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi Seðlabankastjóri segir næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi. Hann segir að skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs í síðustu viku merki að hægt sé að fara mun hraðar í afnámið en ella. 15.6.2011 19:00
Lítilsháttar aukning í veltu dagvöruverslana Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og um 2,0% á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í maí um 1,9% frá sama mánuði í fyrra og verð á dagvöru hefur hækkað um 0,9% á síðastliðnum 12 mánuðum. 15.6.2011 16:41
Ársskýrsla Skýrr í þrívídd Velta fyrirtækjanna sem mynda samstæðu Skýrr ehf. var liðlega 22 milljarðar króna á árinu 2010. Í afkomutilkynningu frá samstæðunni segir að EBITDA framlegð af reglubundnum rekstri þessara félaga hafi verið 790 milljónir króna og afkoma eftir skatta var um 390 milljónir króna. Skýrr gefur nú út ársskýrslu eftir nokkurt hlé og var bryddað upp á því nýmæli að hafa skýrsluna í þrívídd. Skýrsluna má nálgast á skrifstofu Skýrr ásamt þrívíddargleraugum en einnig má finna hana hér. 15.6.2011 16:12
Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 15.6.2011 14:47
Flugvirkjar í þriggja daga verkfall á mánudag Flugvirkjar ætla að leggja niður störf í þrjá sólarhringa frá og með miðnætti á mánudag í næstu viku verði ekki búið að semja í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Deiluaðilar ætla að funda á morgun en haft er eftir Óskari Einarssyni, formanni Flugvirkjafélags Íslands, í Fréttablaðinu í dag að hlutirnir séu að þokast í rétta átt. Miklar tafir urðu á flugáætlun Icelandair í síðustu viku þegar flugvirkjar lögðu tímabundið niður störf. 15.6.2011 11:55
Arion banki endurreiknar 2000 ólögmæt lán Arion Banki hyggst endurreikna öll þau lán sem kveða á um sömu efnisatriði og Hæstiréttur hefur í nýlegum dómum sínum talið ólögmæt. Um tvö þúsund lán er að ræða samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Arion banki stefnir að því að ljúka endurútreikningi í október en niðurstaðan verður kynnt lánþegum eins fljótt og auðið er. 15.6.2011 11:51
Nordea bankinn semur við Nýherjafélag Hugbúnaðarfélagið Applicon, sem er hluti af Nýherjasamstæðunni, hefur lokið innleiðingu á PeTra hugbúnaðarlausn hjá Nordea, einum stærsta banka Norðurlanda. 15.6.2011 11:26
Gengi krónu lækkar enn Krónan hefur ekki verið jafn veik gagnvart helstu viðskiptamyntum síðan í lok maí á síðasta ári. Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum og stóð gengisvísitalan í morgun í 219 stigum. Þar með er hún rúmlega 5% veikari en um síðustu áramót. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að á sama tímabili í fyrra var þessu öfugt farið en þá styrktist krónan um rúm 8% miðað við gengisvísitöluna, það er fór úr rúmum 233 stigum í tæp 216 stig. Samkvæmt Morgunkorninu má að hluta til rekja þessa þróun á veikingu á gengi evrunnar á þessum tíma en svo virðist sem máttur krónunnar sé fremur lítill um þessar mundir og þar með að krónan sé sjálf undir töluverðum lækkunarþrýstingi. 15.6.2011 11:11
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 15.6.2011 10:15
Viðskiptavinir geta losnað við FIT kostnaðinn Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum aukna þjónustu með því að veita þeim svigrúm til þess að lagfæra færslur sem hafa lent á FIT. Viðskiptavinir geta skráð FIT viðvörun í Netbanka og fengið tölvupóst eða SMS ef þeir fara yfir á reikningnum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 15.6.2011 09:44
Segir Kaupþingsmenn hafa teiknað upp "Project Polo“ Jón Ásgeir Jóhannesson segir að forsvarsmenn Kaupþings hafi teiknað upp viðskiptafléttuna sem fól í sér að Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér fyrir fimmtán milljarða af stjórnendum félagsins. Þetta kemur fram í greinargerð hans í skaðabótamáli sem skiptastjóri Baugs hefur höfðað vegna milljarðanna fimmtán. 15.6.2011 08:00
Karfinn veiðist vel Mokveiði er á úthafskarfamiðunum djúpt úti á Reykjaneshrygg þar sem átta íslenskir og 25 erlendir togarar eru á veiðum. Afli íslensku togarnna fer upp í 50 tonn á sólarhring, en frystigeta skipanna er yfirleitt ekki meiri. 15.6.2011 07:50
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna varar við nýrri kreppu Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við nýrri efnhagskreppu. Hann segir lánshæfismat Bandaríkjanna í hættu ef þingmenn koma sér ekki saman um fjárlög og nái að stoppa upp í gríðarlega stórt gat í fjárlögum landsins. 15.6.2011 07:47
Skiptastjóri Baugs krefur Jón Ásgeir um 15 milljarða Þrotabú Baugs Group hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins. Búið krefur Jón Ásgeir persónulega um fimmtán milljarða króna. 15.6.2011 07:30
Atvinnuleysi 7,4 prósent í apríl Atvinnuleysi á Íslandi mældist 7,4 prósent í apríl og lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. 15.6.2011 06:00
Þrjú færeysk félög á aðallista Engar breytingar verða á samsetningu OMX Iceland 6-hlutabréfavísitölunnar, sem tekur gildi um mánaðamótin. Í vísitölunni eru sex skráð fyrirtæki sem mest er verslað með á hlutabréfamarkaði. 15.6.2011 05:00
Þingnefnd ræðir stöðu banka Ársskýrslur Íslandsbanka og Landsbanka Íslands voru til umræðu á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar bankanna fóru yfir afkomu þeirra og stöðuna eftir fyrsta ársfjórðung. 15.6.2011 04:00
Hæstiréttur staðfestir frávísun í máli sjóðsfélaga gegn Sjóði 9 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísað frá dómi máli tíu sjóðsfélaga í Sjóði 9 hjá Glitni. 14.6.2011 16:48
Fiskmarkaðurinn í Hull hruninn vegna skorts á fiski frá Íslandi Fiskmarkaðurinn í Hull í Bretlandi er hruninn vegna þess að hann fær ekki lengur hráefni frá Íslandi. Þar með lýkur hundrað og fimmtíu ára sögu fiskmarkaðar í borginni. Íslenska fyrirtækið Atlantic Fresh flytur út íslenskan fisk í umboðssölu til Bretlands og hefur um nokkurra ára skeið verið með allan þann fisk sem kom á fiskmarkaðinn í Hull. En nú hefur fyrirtækið hætt að flytja fisk þangað og þar með lýkur 150 ára sögu fiskmarkaðar í borginni. Magnús Guðmundsson stjórnarformaður Atlantic Fresh segir aðalástæðu þessa vera að mjög hafi dregið úr framboði á ferskum fiski frá Íslandi. Fyrirtækið mun nú eingöngu flytja út fisk á markaðinn í Grimsby. Sextan menn missa vinnuna á fiskmarkaðnum í Hull og í breskum fjölmiðlum segir að mönnum sé mjög brugðið við þessa ákvörðun. Magnús vonar þó að fiskkaupmenn í Hull kaupi fisk af fiskmarkaðnum í Grimsby í staðinn, enda stutt á milli staðanna. Meirihlutinn af þeim fiski sem fluttur hefur verið út til Hull hefur verið ýsa, en framboð á henni hefur minnkað mikið undanfarin ár vegna minni kvóta, sem á eftir að minnka enn frekar á næsta fiskveiðiári. Mikið af ýsunni fer á Fisk og franskar staði, sem selja þennan þjóðarrétt Breta. Magnús telur að þjóðarrétturinn muni ekki hækka í verði vegna minna framboðs frá Íslandi. 14.6.2011 14:24
Fá leyfi til þess að stækka Hellisheiðarvirkjun Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið virkjunarleyfi vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar um 90 megavött. Orkan verður seld til Norðuráls. 14.6.2011 13:27
Rúmlega tólf þúsund atvinnulausir í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2011 var 7,4%, en að meðaltali voru 12.553 manns atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 709 að meðaltali frá apríl eða um 0,7 prósentustig. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar. 14.6.2011 13:06
Aðalmeðferð í máli Hauks Þórs - aftur Aðalmeðferð yfir bankamanninum Hauki Þór Haraldssyni fer fram að öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur, sem starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun, var ákærður eftir hrun fyrir fyrir að millifæra 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. 14.6.2011 10:39
Heildarlaunakostnaður lækkar Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá fyrri ársfjórðungi um 4,2% í iðnaði, 3,4% í verslun, 2,8% í samgöngum og 1,5% í byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Þá lækkaði heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna um 0,8% í iðnaði frá fyrri ársfjórðungi. Á sama tímabili hækkaði heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna um 0,3% í verslun og um 0,6% í atvinnugreinunum byggingarstarfsemi og samgöngum. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru greiðslur útilokaðar sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili eins og desember- og orlofsuppbót. Ársbreyting heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá fyrsta ársfjórðungi 2010 var á bilinu 4,1% til 8,9%. Mest var hækkunin í byggingarstarfsemi en minnst í iðnaði. 14.6.2011 09:52
Lýsi í duftformi prófað á Íslandi Norska fyrirtækið Oil4Life hefur þróað lýsi í duftformi fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. Hægt verður að blanda því í mat. 14.6.2011 05:00
Pakkningar minnka en verð helst óbreytt Framleiðendur ýmiss konar neytendavöru á alþjóðamarkaði hafa undanfarin misseri tekið á það ráð að minnka innihald neytendapakkninga en halda verði óbreyttu. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC, en fjölmargar vörur af þessu tagi eru fluttar inn hingað til lands og hafa því bein áhrif á íslenska neytendur. 14.6.2011 04:30
Framboð Stanley Fischer breytir litlu Enn sem komið er þykir líklegast að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, verði næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Framboð Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, virðist ekki ætla að breyta miklu í þeim efnum. Þrátt fyrir mikla reynslu og hafa starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er Fischer ekki talinn líklegur til að hljóta starfið. 13.6.2011 15:51
Landsbankaleiðin til góðs fyrir hluthafa Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki hafa ástæðu til að efast um að Landsbankaleiðin verði til góðs fyrir hluthafa bankans, en niðurfærsla á eignum bankans vegna skuldaúrræðanna nemur milljörðum. 12.6.2011 19:43
Aðalhagfræðingur Seðlabankans mælir með inngöngu í myntbandalag Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur að sjálfstæð peningastefna í litlum hagkerfum eins og Íslandi orsaki vandamál við hagstjórn, án þess að leysa neitt. Hann mælir með inngöngu í myntbandalag, eða myntráð. 12.6.2011 13:24
Fischer framkvæmdastjóri AGS? Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, tilkynnti í gærkvöldi að hann hyggðist sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 12.6.2011 10:04