Styðja Háskólann í Reykjavík um 200 milljónir 18. júní 2011 15:54 470 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í dag, en útskriftarathöfnin fór fram í Hörpu. Mynd/Bjarni Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hafa ákveðið styðja við og efla háskólastarf á Íslandi með 200 milljón króna framlagi til Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ávarpi Ara Kristins Jónssonar, rektors skólans, við útskriftarathöfn HR sem haldin var í Hörpu í dag. „Þetta framlag er mikilvæg lyftistöng fyrir Háskólann í Reykjavík en um leið markar það fyrsta skrefið í þá átt að halda áfram öflugri upbbygingu skólans. Með þessu framlagi er atvinnulíf landsins að sýna í verki að fjárfesting í háskólamenntun er fjárfesting í framtíð atvinnulífs og samfélags,“ sagði Ari Kristinn.Ekki vel menntuð þjóð Hann undirstrikaði mikilvægi öflugs háskólastarf fyrir íslenskt samfélag og sagði það spila lykilhlutverk í samkeppnishæfni atvinnulífs. Það ætti bæði við um menntun starfsfólks sem og rannsóknir til nýsköpunar. „Staðreyndin er því miður sú að þó miklar framfarir hafi orðið á undanförnum árum, þá teljumst við enn ekki vel menntuð þjóð, því hlutfall háskólamenntaðra er lægra hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.“Fjárfesting í háskólamenntun Ari Kristinn sagði brýnt að Íslendingar fjárfesti í framtíðinni með fjárfestingu í háskólamenntun. „Það sem til þessa hefur verið lagt í háskóla landsins hefur skilað sér með eindæmum vel því mjög gott starf er unnið þrátt fyrir að framlög hins opinbera á hvern nemanda séu aðeins helmingur þess sem gerist í nágrannalöndunum.“ Í ræðu Ara Kristins kom ennfremur fram að Háskólinn í Reykjavík væri, þrátt fyrir ungan aldur, nú þegar orðinn stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands, en HR útskrifar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi og um helming þeirra sem lýkur viðskiptamenntun. 470 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í dag. 180 voru útskrifaðir frá tækni- og verkfræðideild skólans, 100 frá viðskiptadeild, 74 úr lagadeild, 68 úr tölvunarfræðideild og 48 frá kennslufræði- og lýðheilsudeild. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hafa ákveðið styðja við og efla háskólastarf á Íslandi með 200 milljón króna framlagi til Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ávarpi Ara Kristins Jónssonar, rektors skólans, við útskriftarathöfn HR sem haldin var í Hörpu í dag. „Þetta framlag er mikilvæg lyftistöng fyrir Háskólann í Reykjavík en um leið markar það fyrsta skrefið í þá átt að halda áfram öflugri upbbygingu skólans. Með þessu framlagi er atvinnulíf landsins að sýna í verki að fjárfesting í háskólamenntun er fjárfesting í framtíð atvinnulífs og samfélags,“ sagði Ari Kristinn.Ekki vel menntuð þjóð Hann undirstrikaði mikilvægi öflugs háskólastarf fyrir íslenskt samfélag og sagði það spila lykilhlutverk í samkeppnishæfni atvinnulífs. Það ætti bæði við um menntun starfsfólks sem og rannsóknir til nýsköpunar. „Staðreyndin er því miður sú að þó miklar framfarir hafi orðið á undanförnum árum, þá teljumst við enn ekki vel menntuð þjóð, því hlutfall háskólamenntaðra er lægra hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.“Fjárfesting í háskólamenntun Ari Kristinn sagði brýnt að Íslendingar fjárfesti í framtíðinni með fjárfestingu í háskólamenntun. „Það sem til þessa hefur verið lagt í háskóla landsins hefur skilað sér með eindæmum vel því mjög gott starf er unnið þrátt fyrir að framlög hins opinbera á hvern nemanda séu aðeins helmingur þess sem gerist í nágrannalöndunum.“ Í ræðu Ara Kristins kom ennfremur fram að Háskólinn í Reykjavík væri, þrátt fyrir ungan aldur, nú þegar orðinn stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands, en HR útskrifar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi og um helming þeirra sem lýkur viðskiptamenntun. 470 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í dag. 180 voru útskrifaðir frá tækni- og verkfræðideild skólans, 100 frá viðskiptadeild, 74 úr lagadeild, 68 úr tölvunarfræðideild og 48 frá kennslufræði- og lýðheilsudeild.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun