Viðskipti innlent

Seðlabankinn vill kaupa evrur - liður í losun gjaldeyrishafta

Seðlabankinn Íslands tilkynnti í gær að hann bjóðist til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta. Alls býðst seðlabankinn til að kaupa sextíu og fjórar milljónir evra en markmið þessara aðgerða er að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa aflandskrónum í útboði. Krónurnar verða svo seldar til aðila sem tilbúnir eru til að eiga þær í minnst fimm ár.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum stuðlar aðgerðin þannig jafnframt að því að fjármagna ríkissjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga þannig úr endurfjármögnunarþörf á meðan losað er um gjaldeyrishöft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×