Viðskipti innlent

Hagnast um 389 milljónir

Afkoma Skýrr fór úr tapi árið 2009 í hagnað í fyrra.
Afkoma Skýrr fór úr tapi árið 2009 í hagnað í fyrra.
Upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr hagnaðist um 389 milljónir króna í fyrra samanborið við 362 milljóna króna tap árið á undan.

Tekjur Skýrr-samstæðunnar námu 22,1 milljarði króna í fyrra. Þetta er rúmum 650 milljónum krónum meira en árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrir skatta og gjöld (EBITDA) nam 790 milljónum króna. Til samanburðar nam hann 181 milljón árið 2009.

Eigið fé Skýrr nam rúmum 3,3 milljörðum króna í lok síðasta árs. Áætlanir gera ráð fyrir að veltan verði allt að 24 milljarðar króna á þessu ári og að rekstrarhagnaður tæplega tvöfaldist.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×