Viðskipti innlent

Íslensk skip landa minni afla

Aflinn nam alls 43.421 tonnum í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010.
Aflinn nam alls 43.421 tonnum í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010. Mynd Stefán


Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10% minni en í maí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 7% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Aflinn nam alls 43.421 tonnum í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010.

Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 4.600 tonnum sem er um 2.600 tonnum minni afli en í maí 2010. Karfaaflinn jókst um rúm 1.600 tonn samanborið við maí 2010 og nam 4.100 tonnum. Tæp 5.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 1.650 tonnum meiri afli en í maí 2010. Mikill samdráttur varð í veiði á úthafskarfa og öðrum botnfiskafla samanborið við maí 2010.

Engum uppsjávarafla var landað í maí síðastliðnum samanborið við tæplega 29.000 tonna afla í maí 2010.

Flatfiskaflinn var rúm 3.200 tonn í maí 2011 sem er svipaður afli og í maí 2010. Skel- og krabbadýraafli nam um 1.400 tonnum samanborið við tæplega 1.700 tonna afla í maí 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×