Viðskipti innlent

Forstjórinn vill stækka Actavis

Spáir breytingum Forstjóri Actavis spáir því að miklar breytingar verði í lyfjaiðnaði á næstu árum þegar notkun sérhæfðra líftæknilyfja muni aukast. Fréttablaðið/Vilhelm
Spáir breytingum Forstjóri Actavis spáir því að miklar breytingar verði í lyfjaiðnaði á næstu árum þegar notkun sérhæfðra líftæknilyfja muni aukast. Fréttablaðið/Vilhelm
Actavis þarf að þrefaldast að umfangi á næstu þremur árum áður en það verður skráð á hlutabréfamarkað eða sameinað öðru samheitalyfjafyrirtæki. Þetta segir Claudio Albrecht, forstjóri fyrirtækisins, í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna.

Albrecht segir í samtalinu stórvægilegar breytingar í vændum innan lyfjageirans á næstu árum. Hefðbundin lyfjaframleiðsla muni heyra sögunni til og svokölluð líftæknilyf taka við af öðrum lyfjum.

Líftæknilyf eru búin til í ræktuðum lifandi frumum í rannsóknarstofum og eru mjög sérhæfð og dýr í framleiðslu.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×