Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Valur Grettisson skrifar 15. júní 2011 14:47 Róbert og Björgólfur berjast. Myndin er samsett. Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Róbert krefst vangreiddrar árangurstengdrar þóknunar upp á um 30 milljónir evra, sem gera 4,6 milljarðar króna, af félögunum Novator Pharma Holding og Novator Pharma. Róbert var forstjóri Actavis til ársins 2008. Athafnamennirnir tveir, Björgólfur og Róbert, deildu um það hvernig starfslokum Róberts hefði borið að. Þannig vildi Björgólfur meina að Róberti hefði verið sagt upp, því neitaði hinsvegar Róbert sem krafðist í kjölfarið árangurstengdrar þóknunar. „Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar," sagði lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, þegar leitað var viðbragða hjá honum um málið í maí. Deilan snérist um kröfugerð í málinu, sem byggði að hluta til á fjárhagskennitölum (EV/EBITDA gildum) Actavis. Héraðsdómur taldi að hún þyrfti að vera skýrari, en hún byggði að hluta til á áætlunum Róberts. Ástæðan fyrir áætluninni var sú að Róbert hafði á þeim tíma, sem var stefnt, ekki aðgang að nýjasta ársreikningi Actavis. Hann var síðar lagður fram í málinu. Hæstiréttur hefur fallist á að rök Róberts. Málið heldur því áfram fyrir héraði. Mikil átök eru á milli Björgólfs og Róberts og er þeim hvergi lokið. Þannig hefur Actavis Group stefnt Róberti til greiðslu skuldar upp á 300 milljónir króna vegna kúluláns sem Róbert fékk hjá félaginu til að kaupa hlutabréf í því. Þá hefur BeeTeeBee Ltd., sem er í eigu Björgólfs Thors, einnig stefnt Róberti og Burlington Worldwide Limited til greiðslu 1,2 milljarða skuldar vegna annars láns. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Róbert krefst vangreiddrar árangurstengdrar þóknunar upp á um 30 milljónir evra, sem gera 4,6 milljarðar króna, af félögunum Novator Pharma Holding og Novator Pharma. Róbert var forstjóri Actavis til ársins 2008. Athafnamennirnir tveir, Björgólfur og Róbert, deildu um það hvernig starfslokum Róberts hefði borið að. Þannig vildi Björgólfur meina að Róberti hefði verið sagt upp, því neitaði hinsvegar Róbert sem krafðist í kjölfarið árangurstengdrar þóknunar. „Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar," sagði lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, þegar leitað var viðbragða hjá honum um málið í maí. Deilan snérist um kröfugerð í málinu, sem byggði að hluta til á fjárhagskennitölum (EV/EBITDA gildum) Actavis. Héraðsdómur taldi að hún þyrfti að vera skýrari, en hún byggði að hluta til á áætlunum Róberts. Ástæðan fyrir áætluninni var sú að Róbert hafði á þeim tíma, sem var stefnt, ekki aðgang að nýjasta ársreikningi Actavis. Hann var síðar lagður fram í málinu. Hæstiréttur hefur fallist á að rök Róberts. Málið heldur því áfram fyrir héraði. Mikil átök eru á milli Björgólfs og Róberts og er þeim hvergi lokið. Þannig hefur Actavis Group stefnt Róberti til greiðslu skuldar upp á 300 milljónir króna vegna kúluláns sem Róbert fékk hjá félaginu til að kaupa hlutabréf í því. Þá hefur BeeTeeBee Ltd., sem er í eigu Björgólfs Thors, einnig stefnt Róberti og Burlington Worldwide Limited til greiðslu 1,2 milljarða skuldar vegna annars láns.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira