Viðskipti innlent

Aðalmeðferð í máli Hauks Þórs - aftur

Haukur Þór Haraldsson, fyrir miðju, ásamt Gesti Jónssyni, verjanda sínum, sem er til hægri.
Haukur Þór Haraldsson, fyrir miðju, ásamt Gesti Jónssyni, verjanda sínum, sem er til hægri.
Aðalmeðferð yfir bankamanninum Hauki Þór Haraldssyni fer fram að öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur, sem starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun, var ákærður eftir hrun fyrir fyrir að millifæra 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning.

Félagið, sem var í eigu sjálfseignarsjóðs á Guernsey og laut stjórn Hauks, hafði legið í dvala í hálfan áratug, en var áður notað af bankanum til að halda utan um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hefðu komið til frádráttar eigin fjár bankans ef þeir hefðu verið í efnahagsreikningi hans. Haukur segist hafa ætlað að bjarga fénu frá því að verða að hverri annarri kröfu í þrotabú bankans síðar meir.

Við fyrri meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur krafðist saksóknari 4 ára fangelsis yfir Hauki. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu var þá áfrýjað til Hæstaréttar.

Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði málinu til efnislegrar meðferðar þar á ný og því fer aðalmeðferð fram í annað skiptið í máli Hauks í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×