Viðskipti innlent

Flugvirkjar í þriggja daga verkfall á mánudag

Flugvirkjar ætla að leggja niður störf í þrjá sólarhringa frá og með miðnætti á mánudag í næstu viku verði ekki búið að semja í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Deiluaðilar ætla að funda á morgun en haft er eftir Óskari Einarssyni, formanni Flugvirkjafélags Íslands, í Fréttablaðinu í dag að hlutirnir séu að þokast í rétta átt. Miklar tafir urðu á flugáætlun Icelandair í síðustu viku þegar flugvirkjar lögðu tímabundið niður störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×