Viðskipti innlent

Gæfa Íslands að vera utangarðs

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
„Gæfa Íslands var sú að það uppfyllti ekki skilyrði fyrir björgun úr vandanum,“ skrifar Ásgeir Jónsson hagfræðingur í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í fyrradag.

„Úr því Ísland var ekki í Evrópusambandinu og þrot bankakerfis þess vakti ekki upp neinn ótta við „smithættu“ fengust engir af öðrum helstu seðlabönkum heims til að útvega lánsfé í hugsanlegan björgunarpakka handa íslensku bönkunum,“ segir Ásgeir, sem áður var forstöðumaður greiningardeildar Kaupþingsbanka en kennir nú við Háskóla Íslands.

Hann segir vel heppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans upp á þrettán milljarða króna fyrr í mánuðinum sýna að fjárfestar hafi trú á leið Íslands út úr kreppunni.

Í greininni rekur hann aðdraganda kreppunnar haustið 2008 og viðbrögð Íslands við henni, sem í fyrstu vöktu hörð viðbrögð en hafa nú, að mati Ásgeirs, sannað gildi sitt.

„Írska stjórnin stóð frammi fyrir sama vanda og Íslendingar árið 2008 en brást við með því að gangast í allsherjarábyrgð sem breytti peningum skattgreiðenda í veðtryggingu fyrir skuldir írsku bankanna.“ Þessa ábyrgð sitji Írar nú uppi með og sjái ekki enn fyrir endann á þeim vanda.

- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×