Viðskipti innlent

Þrjú færeysk félög á aðallista

Kauphöllin þvegin. Samsetning Úrvalsvísitölunnar er endurskoðuð tvisvar á ári.
Kauphöllin þvegin. Samsetning Úrvalsvísitölunnar er endurskoðuð tvisvar á ári. Fréttablaðið/stefán
Engar breytingar verða á samsetningu OMX Iceland 6-hlutabréfavísitölunnar, sem tekur gildi um mánaðamótin. Í vísitölunni eru sex skráð fyrirtæki sem mest er verslað með á hlutabréfamarkaði.

Samsetning vísitölunnar er endurskoðuð á sex mánaða fresti og tekur ný samsetning almennt gildi um áramót og 1. júlí ár hvert. Í Úrvalsvísitölunni verða sem fyrr færeysku fyrirtækin Atlantic Petroleum, Atlantic Airways og Bank Nordik (áður Færeyjabanki). Íslensku félögin eru Icelandair Group, Marel og Össur.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×