Viðskipti innlent

Ríkið semur við flugfélögin

Samninginn undirrituðu Matthías Imsland fyrir hönd Iceland express, Þorvarður Guðlaugsson fyrir hönd Icelandair og Júlíus S. Ólafsson fyrir hönd Ríkiskaupa.
Samninginn undirrituðu Matthías Imsland fyrir hönd Iceland express, Þorvarður Guðlaugsson fyrir hönd Icelandair og Júlíus S. Ólafsson fyrir hönd Ríkiskaupa.
Ríkiskaup, fyrir hönd Fjármálaráðuneytis og aðila að rammasamningakerfi ríkisins, hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld. Samið var við Iceland express og Icelandair.

Kostnaður vegna kaupa á flugsætum árið 2009 fyrir ríkið var samtals um 800 milljónir árið 2009 og því um umtalsverð viðskipti að ræða eins og segir í tilkynningu frá Ríkiskaupum og hagræðið því mikið fyrir ríkið.

Þá segir að algengustu flugleiðirnar hafi verið til Kaupmannahafnar og London. „Rammasamningurinn er liður í því að draga úr ferðakostnaði en áður hefur verið unnið í því að fækka ferðum og breyta fyrirkomulagi ferða á vegum ráðuneyta og ríkisstofnana.“

„Samningurinn nær til þriggja algengra áfangastaðanna í Evrópu þ.e. Kaupmannahafnar, London og Brussel og tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum; Boston og New York. Samningurinn tryggir ríkisstarfsmönnum hagstæð kjör á flugsætum til og frá landinu, óháð ferðatíma,“ segir einnig.

Iceland express bjóða fast verð á fjórum af fimm leiðum, óháð ferðatíma og óháð því hve mikil fyrirvari er á brottför.

Icelandair býður fastan afslátt af flugsætum í þeirra vélum óháð fargjaldategund á öllum fimm boðnum leiðum.

Auk þessa geta aðilar að rammasamningum ætíð nýtt sérstök tilboð flugfélaganna tveggja ef slíkt reynist hagstæðara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×