Viðskipti innlent

Rúmlega tólf þúsund atvinnulausir í maí

Vinnumálastofnun. Myndin er úr safni.
Vinnumálastofnun. Myndin er úr safni.
Skráð atvinnuleysi í maí 2011 var 7,4%, en að meðaltali voru 12.553 manns atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 709 að meðaltali frá apríl eða um 0,7 prósentustig. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar.

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 642 að meðaltali en konum um 67. Atvinnulausum fækkaði um 296 á höfuðborgarsvæðinu og um 413 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 8,2% á höfuðborgarsvæðinu en 6,1% á landsbyggðinni.

Mest var það á Suðurnesjum 12,1%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,2%. Atvinnuleysið var 7,7% meðal karla og 7,1% meðal kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×