Viðskipti innlent

Lýsi í duftformi prófað á Íslandi

Ola Eide
Ola Eide
Norska fyrirtækið Oil4Life hefur þróað lýsi í duftformi fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. Hægt verður að blanda því í mat.

Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa vöruna í mismunandi tegundum fæðu. „Okkur langar líka að kanna framleiðslumöguleika,“ segir Ola Eide, framkvæmdastjóri Oil4Life, sem segir næstu skref vera að ræða við Lýsi hf. um framleiðslu vörunnar. Fyrirtækin Oil4Life og Lýsi eiga í frekara samstarfi en Lýsi framleiðir vöru úr ólífuolíu og íslensku lýsi sem seld er víða um heim.

- mmf






Fleiri fréttir

Sjá meira


×