Fleiri fréttir

Alcoa semur við verkalýðsfélög

Undirritaður var í dag á Reyðarfirði kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls annars vegar og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar (RSÍ).

Bensínverð tíu krónum lægra

Bensínlítrinn á sjálfsafgreiðslustöðum er tíu krónum ódýrari sé borgað með dælulykli frá Orkunni og Atlantsolíu og má því búast við talsverðu annríki á stöðunum í dag. Mikil ferðamannahelgi er framundan enda Hvítasunnuhelgi framundan.

Spá óbreyttum stýrivöxtum á miðvikudag

IFS Greining spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum n.k. miðvikudag. Raunstýrivextir (hvort sem er virkir eða ekki) hafa lækkað um nokkra punkta frá síðasta stýrivaxtafundi sem talið er vera minnkun í peningalegu aðhaldi og jafngildi lækkun stýrivaxta.

ESA: Ísland verður að borga Icesave

Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag.

Walker segist geta fjármagnað kaupin á Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann sé þess fullviss að geta aflað sér nægilegs fjármagns til að kaupa keðjuna. Hann segir í samtali við Reuters að fjármögnun kaupanna verði ekkert vandamál fyrir sig.

Lýsi byggir nýja verksmiðju við Fiskislóð

Í dag, föstudaginn 10. júní kl. 14:30, verður fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýrrar verksmiðju Lýsis við Fiskislóð. Nýja verksmiðjan verður tæpir 4.000 fermetrar að stærð og í henni búnaður sem tvöfaldar núverandi afkastagetu.

Lex: Ísland sigraði í kjúklingaleiknum

Hinn kunni dálkahöfundur Lex í Financial Times segir að Ísland hafi farið í „kjúklingaleikinn“ við alþjóðasamfélagið og sigrað í þeim leik. Fyrir þá sem vita ekki hvað kjúklingaleikurinn er felst hann í að tveimur bílum er ekið beint á móti hvor öðrum. Sá sem fyrr víkur er kjúklingurinn.

Laun hækkuðu um 0,5% milli ársfjórðunga

Regluleg laun voru að meðaltali 0,5% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2011 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,6% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,2% að meðaltali.

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast. Hrein eign lífeyrissjóða var 1.984 milljarðar kr. í lok apríl og hækkaði um tæplega 20 milljarða kr. í mánuðinum eða um 1,0%.

Jarðboranir gera risasasamning

Jarðboranir hafa samið við eitt stærsta orkufyrirtæki Nýja-Sjálands, Mighty River Power, um framkvæmdir þar í landi. Samningurinn, sem er að verðmæti um 3 milljarðar króna, verður undirritaður síðar í mánuðinum.

Skilanefndir lagðar niður fyrir árslok

Skilanefndir bankanna verða lagðar niður fyrir árslok og verkefni þeirra færð slitastjórnum. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir það vandamál að ekki séu þeir sömu sem eiga bankana og þeir sem stjórna þeim.

Afgangur af vöruskiptum 21% minni en í fyrra

Sé miðað við fyrstu fimm mánuði ársins er vöruskiptaafgangur um 21% minni nú í ár en hann var á sama tíma í fyrra. Er munurinn tilkominn af miklum vexti innflutnings, og þá verulega umfram vöxt útflutnings.

Vigri vekur athygli í slippnum í Reykjavík

Undanfarna daga hefur togarinn Vigri RE 71 verið í slipp í Reykjavík og hefur skipið dregið að sér athygli gesta og gangandi enda tígulegt á að líta að því er segir á vefsíðu Faxaflóahafna.

Exista greiddi bónusa þrátt fyrir 206 milljarða tap

Exista greiddi út bónusa til forstjóra félagsins og framkvæmdastjórnar á árinu 2009 vegna frammistöðu ársins á undan. Exista tapaði 206,3 milljörðum króna á því ári. Til viðbótar tapaði félagið 241,9 milljörðum króna á árinu 2009. Til stendur að rifta bónusgreiðslunum.

Staða stærri fyrirtækja slæm en fer batnandi

Fjárhagsstaða margra stærri fyrirtækja er slæm en hefur farið batnandi frá hruni. Rangir hvatar tefja endurreisn íslensks atvinnulífs. Afleiðing þeirra er m.a. að endurskipulagning fyrirtækja gengur ekki nógu hratt, fyrirtæki koma oft of skuldsett út úr endurskipulagningu og mikil tortryggni og óvissa ríkir á mörkuðum. Nauðsynlegt er að bregðast við þessu.

Afkoma hins opinbera batnar töluvert milli ára

Á fyrsta ársfjórðungi ársins var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 13,3 milljarða króna, sem er mun hagstæðari niðurstaða en á sama tíma 2010 er hún var neikvæð um 20,7 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 3,5% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 8,2% af tekjum hins opinbera og hefur tekjuafkoman ekki verið hagstæðari síðan á þriðja ársfjórðungi 2008 á þennan mælikvarða.

Vöruskiptin hagstæð um 6,8 milljarða í maí

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir maí síðastliðinn var útflutningur 56,6 milljarðar króna og innflutningur tæpir 49,8 milljarðar króna. Vöruskiptin í maí voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

SF II kaupir ríflega helming í Sjóklæðagerðinni

SF II, félag í rekstri Stefnis hf., hefur keypt ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf. SF II er í eigu SÍA I, Bjarneyjar Harðardóttur og Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra Sjóklæðagerðarinnar. Sigurjón Sighvatsson mun áfram fara fyrir tæpum helmingshlut í félaginu.

Hótel Loftleiðir verður Natura

Hið sögufræga Hótel Loftleiðir mun frá og með deginum í dag kallast Reykjavík Natura. Nafnbreytingin kemur í kjölfar gagngerra endurbóta á hótelinu.

Fasteignabólan springur taki hagvöxtur ekki við sér

„Ef hagvöxtur fylgir ekki eignaverðshækkunum eftir þá erum við að sjá bólu á eignamarkaði og sú bóla springur á endanum og íbúðaverð lækkar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hún bendir á að eignaverð hafi hækkað umfram það sem eðlilegt getur talist við núverandi aðstæður í hagkerfinu.

Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að ljóst varð í gærdag að OPEC ríkin gátu ekki komið sér saman um aukna olíuframleiðslu á fundi sínum í Vín í gærdag.

Hægt að losa gjaldeyrishöft á meiri hraða

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir niðurstöður fyrsta gjaldeyrisútboðs Seðlabankans fyrir eigendur aflandskróna jákvæðar. Þær bendi til að hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum með meiri hraða en áætlun stjórnvalda geri ráð fyrir.

Áfram röskun hjá Icelandair á morgun

Boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja á milli klukkan sex og tíu í fyrramálið munu valda talsverðri röskun á áætlunarflugi Icelandair. Samsvarandi aðgerðir í morgun ollu verulegum seinkunum á öllu flugi félagsins í dag og fram á kvöld að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.

Aukning í þorski en samdráttur í ýsu

Hafrannsóknarstofnunin kynnti í dag tillögur sínar í aflamarki og vill að þorskkvótinn verði 177 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Þetta þýðir aukningu um 17 þúsund tonn. Stofnunin leggur hinsvegar til að ýsukvóti verði 37 þúsund tonn og minnki þannig úr 50 þúsund tonnum eins og nú er.

Vilja nefndarfund til að ræða aðrar leiðir til afnáms gjaldeyrishafta

Sjálfstæðismennirnir Pétur Blöndal og Tryggvi Þór Herbertsson og framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson, sem allir eiga sæti í efnahags- og skattanefnd, hafa óskað eftir því við Helga Hjörvar formann að hann kalli nefndina saman hið fyrsta. Tilefnið er uppboð Seðlabankans á krónum sem fram fór í gær. Þingmennirnir vilja að starfsmenn bankans verði kallaðir fyrir nefndina til þess að lýsa skilyrðum og umgjörð uppboðsins en uppboðið er hluti af áætlun um að afnema gjaldeyrishöftin hér á landi. Þá vilja þingmennirnir kanna aðrar leiðir til þess að afnema höftin.

Telur hagvöxtinn viðunandi í alþjóðlegum samanburði

Greining Íslandsbanka telur að hagvöxtur upp á 2,2% á Íslandi sé viðunandi í alþjóðlegum samanburði um þessar mundir. en hann var 2,5% að meðaltali í ríkjum ESB og 2,3% í Bandaríkjunum á sama tíma. Á Norðurlöndunum var vöxturinn 6,5% í Svíþjóð, 5,8% í Finnlandi, 1,3% í Danmörk og 0,1% í Noregi. Þess ber þó að geta að flest þessara landa hafa verið að rétta úr kútnum um nokkurt skeið og hagvöxtur mældist þar í fyrra öfugt við Ísland.

Neyðarlínan kaupir af Vodafone

Neyðarlínan hefur keypt af Vodafone 12 fjarskiptahús og 16 fjarskiptamöstur sem ýmist eru staðsett á hálendindu eða í dreifbýli víða um land.

Verðið hækkaði um 100 prósent

Útflutningur á áli Alcoa í Reyðarfirði dróst saman um þrjú þúsund tonn í fyrra frá árinu 2009. Á sama tíma jókst verðmæti útflutningsins.

Landsframleiðslan jókst um 2% milli ársfjórðunga

Landsframleiðsla jókst um 2,0% að raungildi milli 4. ársfjórðungs 2010 og 1. ársfjórðungs 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 5,1%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða.

Miklar hækkanir á orkureikningum breskra heimila

Milljónir heimila í Bretlandi horfa nú fram á miklar hækkanir á orkureikningum sínum. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að reikna megi með að orkureikningar breskra heimila muni hækka að meðaltali um 200 pund eða rúmar 37 þúsund krónur á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir