Viðskipti innlent

Karfinn veiðist vel

Mokveiði er á úthafskarfamiðunum djúpt úti á Reykjaneshrygg þar sem átta íslenskir og 25 erlendir togarar eru á veiðum. Afli íslensku togarnna fer upp í 50 tonn á sólarhring, en frystigeta skipanna er yfirleitt ekki meiri.

Veiðisvæðið er á alþjóðlegu hafsvæði utan 200 mílna fiksveiðilögsögunnar. Bilun varð í búnaði um borð í einum íslensku togarnna, en þýskt eftirlitsskip, sem var í Reykjavík í gær er á leið á miðin með varahlut í togarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×