Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 7,4 prósent í apríl

Vinnumarkaður Ástand á vinnumarkaði batnaði merkjanlega í aprílmánuði.
FréttablaðIð/GVA
Vinnumarkaður Ástand á vinnumarkaði batnaði merkjanlega í aprílmánuði. FréttablaðIð/GVA
Atvinnuleysi á Íslandi mældist 7,4 prósent í apríl og lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentum minna en á sama tíma í fyrra.

Algengt er að atvinnuástandið batni milli mars og apríl vegna árstíðabundinna þátta, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er 8,2 prósent en 6,1 prósent á landsbyggðinni. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum eða 12,1 prósent en minnst á Norðurlandi vestra eða 3,2 prósent.

Atvinnuleysi meðal karla er 7,7 prósent en 7,1 prósent meðal kvenna.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×