Skiptastjóri Baugs krefur Jón Ásgeir um 15 milljarða 15. júní 2011 07:30 Mynd/Vilhelm Þrotabú Baugs Group hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins. Búið krefur Jón Ásgeir persónulega um fimmtán milljarða króna. Málið snýst um það þegar Hagar voru seldir frá Baugi til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í lok júní 2008, í fléttu sem kölluð var Project Polo. Málið var höfðað í lok síðasta árs og þingfest í febrúar. Fimmtán milljarðar af söluverðinu fóru beint í það að kaupa hlutabréf í Baugi af fjórum félögum, sem öll voru í eigu stjórnarmanna Baugs. Félögin voru Gaumur og Gaumur Holding, í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, ISP eignarhaldsfélag, í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs, og Bague SA, í eigu Hreins Loftssonar. Skiptastjóri Baugs lítur svo á að á þessum tíma hafi bréfin í Baugi verið nær einskis virði og Jón Ásgeir hafi með þessu, „ásamt fjölskyldu sinni" eins og það er orðað, misnotað aðstöðu sína hjá Baugi til að koma verðmætum frá félaginu, sem þá stefndi hraðbyri í þrot, í vasa sjálfs sín og sér nákominna. Ingibjörgu og Hreini er hins vegar ekki stefnt í málinu, ekki frekar en öðrum stjórnarmönnum, þar sem Jón Ásgeir er talinn hafa borið „mesta ábyrgð" á fjárfestingum félagsins. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Jón Ásgeir að málið sé „steypumál". Salan á Högum hafi verið að undirlagi viðskiptabanka Baugs. „Ég persónulega fékk ekki krónu út úr þessu, það gefur augaleið," segir hann. „Að fara að elta mig persónulega í málinu er algjörlega út í hróa." Fréttablaðið hefur greinargerð Jóns Ásgeirs í málinu undir höndum. Í henni segir að Baugur hafi alls ekki tapað á Project Polo-fléttunni. Frumkvæðið að henni hafi enn fremur komið frá Kaupþingi, ekki Baugi, og tilgangurinn hafi verið að lækka skuldir Baugs við bankann. - sh / Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þrotabú Baugs Group hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins. Búið krefur Jón Ásgeir persónulega um fimmtán milljarða króna. Málið snýst um það þegar Hagar voru seldir frá Baugi til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í lok júní 2008, í fléttu sem kölluð var Project Polo. Málið var höfðað í lok síðasta árs og þingfest í febrúar. Fimmtán milljarðar af söluverðinu fóru beint í það að kaupa hlutabréf í Baugi af fjórum félögum, sem öll voru í eigu stjórnarmanna Baugs. Félögin voru Gaumur og Gaumur Holding, í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, ISP eignarhaldsfélag, í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs, og Bague SA, í eigu Hreins Loftssonar. Skiptastjóri Baugs lítur svo á að á þessum tíma hafi bréfin í Baugi verið nær einskis virði og Jón Ásgeir hafi með þessu, „ásamt fjölskyldu sinni" eins og það er orðað, misnotað aðstöðu sína hjá Baugi til að koma verðmætum frá félaginu, sem þá stefndi hraðbyri í þrot, í vasa sjálfs sín og sér nákominna. Ingibjörgu og Hreini er hins vegar ekki stefnt í málinu, ekki frekar en öðrum stjórnarmönnum, þar sem Jón Ásgeir er talinn hafa borið „mesta ábyrgð" á fjárfestingum félagsins. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Jón Ásgeir að málið sé „steypumál". Salan á Högum hafi verið að undirlagi viðskiptabanka Baugs. „Ég persónulega fékk ekki krónu út úr þessu, það gefur augaleið," segir hann. „Að fara að elta mig persónulega í málinu er algjörlega út í hróa." Fréttablaðið hefur greinargerð Jóns Ásgeirs í málinu undir höndum. Í henni segir að Baugur hafi alls ekki tapað á Project Polo-fléttunni. Frumkvæðið að henni hafi enn fremur komið frá Kaupþingi, ekki Baugi, og tilgangurinn hafi verið að lækka skuldir Baugs við bankann. - sh /
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira