Viðskipti innlent

Opnar útikaffihús við Arnarnesvog

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var vel mætt á kaffihúsið í gær.
Það var vel mætt á kaffihúsið í gær.
Nú um helgina og næstu helgi verður starfrækt útikaffihús við sjávarsíðuna í Garðabæ. Það eru aðstandendur veitingastaðarins Himinn og haf sem standa að baki kaffihúsinu. Aðstandendur kaffihússins hafa fengið lóðinni, þar sem útikaffihúsið stendur, úthlutað og munu byggja veitingahús á staðnum.

„Þetta fór mjög vel af stað í gær. Við fundum fyrir miklum áhuga á því að nú væri loksins hægt að fá sér kaffi á þessum frábæra stað,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir, sem rekur kaffihúsið. Sigríður segir greinilegt að fólki þyrsti í þjónustu af þessu tagi í Garðabæ. Útsýnið þarna sé líka frábært og þetta sé við vinsæla gönguleið.

Hægt er að sitja bæði inni og úti og njóta útsýnisins við Arnarnesvog. Opnunartími verður frá klukkan 14-23 alla daga fram á næsta sunnudagskvöld og frá 16-23 næstkomandi fimmtudag og föstudag. Það verður svo opið frá klukkan 14 aðra helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×