Viðskipti innlent

Nordea bankinn semur við Nýherjafélag

Hugbúnaðarfélagið Applicon, sem er hluti af Nýherjasamstæðunni, hefur lokið innleiðingu á PeTra hugbúnaðarlausn hjá Nordea, einum stærsta banka Norðurlanda.

Í tilkynningu frá Nýherja segir að um sé að ræða lausn sem tryggi öruggt verklag og eftirlit með eigin verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og starfsmanna opinberra stofnanna. „Applicon í Svíþjóð innleiddi lausnina fyrir Nordea, en hjá Applicon þar í landi starfa hátt í 60 manns. Um 170 manns starfa hjá Applicon félögum Nýherja í Danmörku, Íslandi og í Svíþjóð.“

Þá segir að notendur PeTra séu vel yfir 10 þúsund í fyrirtækjum í Svíþjóð og Danmörku. „Meðal annarra fyrirtækja sem hafa fest kaup á búnaðinum eru SEB bankinn, Öhman og Carnegie bankinn. Hafin er markaðssetning á lausninni hér á landi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×