Fleiri fréttir

Veiðarfæralaus bátur með mesta þorskaflann á Vestfjörðum

Það sem af er yfirstandandi fiskveiðiári hefur ekkert skip landað jafn miklu af þorski á Vestfjörðum og brunnbáturinn Papey eða 1044 tonn. Það sem greinir þetta „fengsæla" skip frá öðrum sem landa hér um slóðir er sú staðreynd að það er veiðarfæralaust með öllu. Allur afli þess er nefnilega sóttur í þorskeldiskvíar Hraðfrystihúsins - Gunnvarar hf.

Hagnaður Íslandspósts 92 milljónir í fyrra

Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2009 að fjárhæð 92 milljónir króna og var EBITDA um 540 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,4 milljörðum króna og drógust saman um 3,7% frá fyrra ári.

Aftur snörp lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands

Í annað sinn á skömmum tíma hefur orðið snörp lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands. Samkvæmt CMA gagnaveitunni er álagið nú komið nokkuð undir 500 punkta að nýju og stendur í 480 punktum.

Vogunarsjóðir græða grimmt á gríska harmleiknum

Vogunarsjóðir hafa grætt stórar upphæðir á skuldasúpu Grikklands með því að leggja fram tryggingar fyrir þá evrópsku banka sem liggja inni með stórar stöður í gríska hagkerfinu. Sjóðirnir sáu fyrir að þessir banka myndu vilja losa sig úr þessum stöðum og selja grísk skuldabréf sem þeir áttu.

Apple notaði börn sem vinnuafl

Apple tölvufyrirtækið hefur viðurkennt að börn hafi verið notuð til vinnu í verksmiðjum sem annast samsetningu á Ipod og öðrum tækjum. Að minnsta kosti ellefu fimmtán ára börn unnu slík störf í þrem verksmiðjum á síðasta ári.

Hagstæð kjör LSS lækka fjármagnskostnað sveitarfélaga

Kjörin sem sem Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) fékk í útboði sínu á föstudaginn voru með þeim hagstæðustu sem honum hafa staðið til boða undanfarið ár. Ætti það að öðru óbreyttu að leiða til heldur lægri fjármögnunarkostnaðar þeirra sveitarfélaga sem sækja fjármögnun sína til hans þessa dagana.

Engin fyrirspurn frá Íslandi um norskt lán

Margit F. Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki lagt fram neina fyrirspurn um hvort Norðmenn væru til í að lána Íslandi fyrir Icesave til að leysa hnútinn sem kominn er í málinu.

Methagnaður hjá Warren Buffett

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett tilkynnti um helgina að fjárfestingarfélag hans, Berkshire Hathaway, hefði skilað methagnaði á síðasta ári. Alls nam hagnaðurinn 21,8 milljörðum dollara eða tæplega 2.800 milljörðum kr.

Fiskiskipum fjölgaði um 53 í fyrra

Í lok árs 2009 voru 1.582 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 53 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 768 og samanlögð stærð þeirra 86.769 brúttótonn.

Ríflega 100 milljóna hagnaður hjá Faxaflóahöfnum

Hagnaður af rekstri Faxaflóahafna á síðasta ári nam 103,9 miljónunm kr. Ársreikningur Faxaflóahafna vegna ársins 2009 liggur nú fyrir. Í frétt um reikninginn á vefsíðu félagsins segir að afkoman var viðunandi og umfram áætlun.

Enn rýrna eignir lánafyrirtækja

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.303 milljarða kr. í lok janúar og lækkuðu um 8,3 milljarða kr. milli mánaða.

Reuters: Pólitísk kreppa ofan á þá efnahagslegu

Ísland glímir nú við tvær kreppur, aðra efnahaglega og hina pólitíska eftir að samningaviðræður um Icesave sigldu í strand. Þannig hefst ítarleg umfjöllun á Reuters um stöðu Íslands og birt var um helgina.

Prudential ætlar að kaupa AIA

Breska tryggingafélagið Prudential hyggst kaupa eitt stærsta tryggingafélag í Asíu, samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar.

Seðlabanka Íslands er ekki tryggt nægilegt sjálfstæði

Sjálfstæði Seðlabanka Íslands gagnvart stjórnvöldum er ekki nægilega tryggt í íslenskri löggjöf. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika og virkni peningastefnu íslenskra stjórnvalda, segir greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Bóksala með mesta móti í Perlunni

Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, segir að bóksala á árlega Bókamarkaðnum í Perlunni hafi verið með almesta móti og aðsókn góð þrátt fyrir rysjótt veður.

Farice fær frest til að semja um skuldirnar

Samkomulag það sem Eignarhaldsfélagið Farice og kröfuhafar gerðu í desember hefur verið framlengt til 19. mars n.k. Samkomulagið felur sem fyrr í sér að félagið fær frest til að greiða eða semja um gjaldfallnar afborganir.

Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð

Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina.

Meiri hætta stafar af Kaliforníu

Forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase segir að umheiminum stafi muni meiri hætta af efnahagsástandinu í Kaliforníu heldur en efnahagsvandræðum Grikkja. Geti ríkið ekki staðið skil á skuldum sínum geti það haft keðjuverkandi áhrif á önnur ríki Bandaríkjanna og um leið umheiminn. Þetta kom fram í máli forstjórans, Jamie Dimon, á ársfundi fjármálastofnanna á Wall Street í gær.

Gatorade sparkar Tiger Woods

Það virðist blása hressilega á móti bandaríska kylfingnum Tiger Woods þessa dagana. Orkudrykkjafyrirtækið Gatorade hefur sagt upp auglýsingasamningum við Woods í kjölfar frétta af framhjáhaldi hans.

Uppgjör Landsbanka mun dýrara en hinna

Rekstrarkostnaður skilanefndar og slitastjórnar gamla Landsbankans nam tólf milljörðum króna í fyrra, samkvæmt gögnum sem kynnt voru á kröfuhafafundi bankans í vikunni.

Grunur um innherjasvik

Móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi stjórnarmanns í Spron seldu stofnfjárbréf í sparisjóðnum fyrir tugi milljóna haustið 2006. Málið er hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum innherjasvikum í Spron.

SS hagnaðist um 412 milljónir króna

Sláturfélag Suðurlands bætti afkomu sína um tæpar 1970 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðu félagsins nam þá 412 milljónum króna, en félagið tapaði 1555 milljónum árið á undan. Svokölluð EBITDA afkoma var 390 milljónir króna á síðasta ári en 499 milljónir króna árið 2008.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 3,4 prósent

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var einkennandi fyrir daginn, þar sem engin bréf lækkuðu í verði. Hin sem hækkuðu í verði voru hlutabréf Century Aluminum, sem hækkaði um 2,85 prósent og Færeyjabanka, sem hækkaði um 2,04 prósent.

Seðlabankastjóri verður með 400 þúsund í fasta yfirvinnu

Grunnlaun seðlabankastjóra verða 863 þúsund krónur á mánuði samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á mánudaginn. Úrskurðurinn byggir á því að lagabreytingu þess efnis að forsætisráðherra skuli vera launahæsti maður ríkisins. Seðlabankastjóri mun hins vegar fá greiddar 80 einingar á mánuði fyrir yfirvinnu og álag sem fylgir starfinu. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að ein eining jafngildi 5.058 krónum. Því lætur nærri að Seðlabankastjóri muni fá um 400 þúsund krónur greiddar í fasta yfirvinnu á mánuði.

Lyf og heilsa ætlar að leita til dómstóla

„Það er því staðföst trú okkar að dómstólar kveði upp hlutlausan dóm en þangað munum við leita til þess að fá fullnaðarúrskurð í þessu máli," segtir Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu í yfirlýsingu sem hann hefur sent um úrskurð Samkeppniseftirlitsins í dag.

Fasteignakaupum fækkar milli vikna

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar til og með 25. febrúar 2010 var 45. Til samanburðar voru þeir 57 talsins í síðustu viku.

Minnisblað: Buðu 2,5 til 3,5% vexti á Icesave lánið

Samkvæmt minnisblaði frá samninganefnd Íslands í Icesave deilunni bauð samninganefndin Bretum og Hollendingum að vextir af Icesave láninu yrðu á bilinu 2,5 til 3,25% fram til ársins 2016 og síðan 3,5% +a fyrrihluta þess árs þegar afborganir hæfust. Jafnframt vildi nefndin að engir vextir yrðu greiddir fyrr en 2012 af láninu.

Upplýst verði um eignarhald banka og annarra fyrirtækja

Hlutaskrár bæði hlutafélaga og einkahlutafélaga verða öllum opnar og aðgengilegar, nái frumvarp sem þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram á Alþingi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Myndarlegur afgangur hélt krónunni á floti

Myndarlegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs á eflaust talsverðan þátt í því hversu vel krónan hélt sjó á því tímabili þrátt fyrir talsverðar vaxtagreiðslur til útlendinga í desember.

Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna

Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.

Batman hasarblað sló Superman út í verðmæti

Sjaldgæft eintak af Batman hasarblaði frá árinu 1939 var selt á uppboði fyrir yfir eina milljón dollara. Þar með sló það verðmet Superman en nýlega seldist fyrsta útgefna hasarblaðið með Superman á eina milljón dollara eins og greint var frá hér á síðunni í gærdag.

Miklir fjármunir lagðir í rannsóknir á makríl

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt verulega fjármuni í rannsóknir og þróun veiða á makríl á undanförnum árum um leið og þau hafa smám saman verið að ná tökum á veiðum og vinnslu þessarar mikilvægu uppsjávartegundar. Þetta kom fram á fjölsóttri málstofu um um veiðar og vinnslu á makríl sem sjávarútvegsráðuneytið stóð fyrir í vikunni.

Lyf og heilsa sektuð um 130 milljónir fyrir markaðsmisnotkun

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum.

Þjónustujöfnuður jákvæður um tæpa 40 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu á árinu 2009 280,4 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 241,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2009 var því jákvæður um 39,3 milljarða kr.

FT: Óttast að Ísland greiði ekki skuldir sínar

Í frétt í blaðinu Financial Times (FT) í dag segir að í kjölfar þess að enginn árangur náðist í Icesave viðræðunum óttist menn nú að Ísland muni ekki greiða skuldir sínar og lendi í greiðslufalli.

Hagar hafa greitt lífeyrissjóðunum 100%

Finnur Árnason forstjóri Haga hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Hagar hafi greitt að fullu þau skuldabréf sem lífeyrissjóðir fjárfestu í. Finnur vill árétta þetta í ljósi ályktunnar Kennarasambands Íslands um að lífeyrissjóðir eigi ekki að fjárfesta hjá þeim aðilum sem hafa valdið þeim skaða.

Sjá næstu 50 fréttir