Fleiri fréttir

Gengi hlutabréfa Eik banka rauk upp um 7,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Eik banka í Færeyjum hækkaði um 7,57 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gneig hlutabréfa Marels, sem hækkaði um 4,15 prósent, og Össurar, sem fór upp um 0,30 prósent.

Tæplega 7 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 6,9 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 0,9 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 6 milljarða viðskiptum.

LSR tapaði máli gegn Straumi í héraðsdómi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) tapaði í dag máli gegn Straumi í Héraðsdómi Reykjavíkur. LSR gerði kröfu um að tæplega 300 milljónir kr. sem sjóðurinn átti inni hjá Straumi þegar sá banki komst í þrot yrðu metnar sem forgangskrafa. Á það félst dómarinn ekki.

Um 700 bandarískir bankar í gjaldþrotahættu

Samkvæmt upplýsingum sem Innistæðutryggingasjóður Bandaríkjanna (FDIC) hefur sent frá sér eru nú um 700 banka í Bandaríkjunum í hættu á að lenda í gjaldþroti. Hefur fjöldi banka sem stendur svo tæpt ekki verið meiri í landinu síðan 1993.

Orkuveitan vill taka 5 milljarða lán hjá Landsbankanum

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að taka 5 milljarða króna lán frá Landsbanka Íslands. Um er að ræða endurfjármögnun á eldra láni sem er á gjalddaga í mars. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist ekki geta gefið upp vaxtakjör á því láni sem til stendur að taka. Hann segir að gert sé ráð fyrir að lánið verði til 15 ára. Lánið er í íslenskum krónum.

Verðlausar bónusgreiðslur orðnar 645 milljarða virði

Bónusgreiðslur í formi eitraða skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr.

Vilja losunargjöld á beljufreti í Danmörku

Danskir kúabændur standa nú frammi fyrir því að þurfa að borga losunargjöld af metanfretunum frá nautgripum sínum. Þetta er nauðsynlegt til að Danmörk nái markmiðum sínum um losun gróðurhúsalofttegunda (CO2) fyrir árið 2020.

ESB lánar Íslandi rúma 52 milljarða

Evrópusambandið (ESB) hefur samþykkt að lána Íslandi 300 milljónir evra, 52,3 milljarða króna, á fjögurra prósenta föstum vöxtum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Húsnæðisliður vísitölunnar veldur vandræðum við spár

Undanfarin misseri hefur spágeta vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Fasteignaskrá Íslands birtir dalað umtalsvert og hefur fylgnin frá mánuði til mánaðar verið afar lítil eða nánast engin undanfarið eitt og hálft ár.

Nýju lífi blásið í Ferðamálasamtök höfuðborgarinnar

Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Kannaði sérstaklega fjórðung viðskipta Háskóla Íslands

Ríkisendurskoðun ákvað að kanna sérstaklega, í úrtaki, 21 af 83 viðskiptum sem Háskóli Íslands átti við birgja sína á tímabilinu janúar til október á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um viðskipti ríkisstofnana við 800 birgja.

Ríkisstofnanir virða ekki lög um opinber innkaup

Misbrestur er á því að ríkisstofnanir fylgi ákvæðum laga um útboðsskyldu, verðsamanburð, gagnsæi og jafnræði í opinberum innkaupum. Í nýrri skýrslu bendir Ríkisendurskoðun á leiðir til úrbóta.

Stjórnarformaður Marel fái 700 þúsund í mánaðarlaun

Á aðalfundi Marel sem haldinn verður í upphafi næsta mánaðar verður lögð fram tillaga um að stjórnarlaun vegna ársins 2010 verði óbreytt frá fyrra ári. Því mun stjórnarformaður fá 4.000 evrur eða rétt tæp 700 þúsund kr. á mánuði.

Gjaldþrotum í janúar fjölgaði um 26% milli ára

Í janúar 2010 voru 92 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 73 fyrirtæki í janúar 2009, sem jafngildir rúmlega 26% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Elsti byggingasjóður Breta fórnarlamb íslenska hrunsins

Chesham, elsti byggingasjóður (building society) Breta, hefur bættst í hóp fórnarlamba íslenska hrunsins haustið 2008. Sjóðurinn tapaði töluverðum fjárhæðum á falli Heritable bankans, dótturfélagi Landsbankas í Bretlandi.

RBS tapar milljörðum en greiðir samt út bónusa

Breski bankinn Royal Bank of Scotland tilkynnti í morgun um tap á rekstri bankans á síðasta ári þrátt fyrir að bónusar til starfsfólks hafi numið 1,3 milljörðum punda árið 2009, eða 258 milljörðum íslenskra króna.

Ágætur hagnaður hjá Færeyjabanka í fyrra

Hagnaður Færeyjabanka fyrir skatta nam 135 milljónum danskra kr. eða tæplega 3,2 milljörðum kr, á síðasta ári. Er þetta 34% aukning á hagnaðinum frá árinu áður.

Hundruð tómra íbúða hamla vaxtalækkun

Þeir sem hyggja á íbúðarkaup á næstu árum munu ekki njóta betri lánskjara hjá Íbúðalánasjóði vegna aukins kostnaðar sjóðsins. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka, sem gagnrýnir litla vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í fyrradag. Bankinn telur lægri vexti íbúðalána geta blásið lífi í botnfrosinn fasteignamarkað.

Bankamenn í stjórnum 48 fyrirtækja

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa að undanförnu skipað fjölda fólks í stjórnir samtals 48 fyrirtækja. Hafa þær ráðstafanir komið í kjölfar yfirtöku bankanna á fyrirtækjunum, að hluta eða öllu leyti.

Kínversk stjórnvöld tefja sölu Hummer

Kínverski vinnuvélaframleiðandinn Tengzhong þarf enn að bíða eftir því að fá að kaupa Hummer-bíltegund bandaríska bílarisans General Motors.

Slitastjórn Landsbankans íhugar skaðabótamál

Slitastjórn Landsbankans telur fullt tilefni vera til skaðabótamáls á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans. Ekkert verður skilið undan og öllum steinum velt við segir lögmaður í slitastjórninni. Kröfur gætu numið milljörðum króna.

GBI vísitalan hækkaði um 0,5% í töluverðum viðskiptum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í töluvert miklum viðskiptum. Heildarvelta skuldabréfa í vísitölunni var 17,7 milljarðar kr. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,6% í 5,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 12 milljarða kr. viðskiptum.

Iceland Spring með samning við Manhattan Beer

Iceland Spring hefur náð samning við Manhattan Beer um dreifingu á vatni félagsins í New York, Long Island og nærliggjandi héruðum. Vatninu er tappað á flöskur af Ölgerðinni úr sérstökum brunni í Heiðmörk.

Peningaeign Landsbankans verður 320-330 milljarðar í árslok

Peningaeign Landsbankans (LBI) nam 194 milljörðum króna við s.l. áramót og gert er ráð fyrir að um 126 milljarðar kr. bætist við á þessu ári. Samtals er því gert ráð fyrir að peningaeign bankans nemi um 320-330 milljörðum króna í lok þessa árs.

Fons tapaði 42 milljörðum króna

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, tapaði 42 milljörðum króna á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Harvardprófessor býst við fjölda þjóðargjaldþrota

Harvardprófessorinn Kenneth Rogoff segir að sívaxandi opinberar skuldir muni líklega valda því að nokkur fjöldi þjóða verði gjaldþrota. Rogoff er þekktur fyrir það að hafa spáð fyrir hruni nokkurra bandarískra stórbanka árið 2008.

Evran heldur áfram að veikjast

Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum. Í gærdag var lækkunin m.a. rakin til þess að væntingar fyrirtækja í Þýskalandi minnkuðu umfram spár.

Ekortum bannað að birta samanburðarauglýsingu

Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni bannað birtingu auglýsinga þar sem borin eru saman ávinningur og fríðindi korthafa e-Vildarkorta og Classic Icelandair American Express.

Ögmundur vill svör um fjölda skattamála frá skilanefndum

Ögmundur Jónasson þingmaður Vintri grænna hefur óskað eftir því að skattrannsóknarstjóri komi fyrir Efnahags- og skattanefnd Alþingis á næsta fundi hennar til að gera okkur grein fyrir því hvort einhverjum, og þá hve mörgum málum, skilanefndir bankanna hafi skotið til embættisins til athugunar.

Krónubréfum skipt út fyrir skuldabréf í erlendri mynt

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að gert sé ráð fyrir að eigendum skammtímafjármagns verði að lokum boðið að skipta á krónubréfum og skuldabréfum í erlendum gjaldmiðlum í útboði. Líklega eru eigendur krónubréfanna í mörgum tilvikum fyrrverandi eigendur jöklabréfa.

Century Aluminium tapaði 26,5 milljörðum í fyrra

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, tapaði 206 milljónum dollara eða 26,5 milljörðum kr. eftir skatt á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um ársuppgjörið frá félaginu.

Verðmæti liggja í gömlum Andrésar Andar blöðum

Bragi Kristjónsson bókasali segir að hann hafi ekki rekist á gömul hasarmyndablöð með Superman eða öðrum ofurhetjum í mjög langan tíma. Hinsvegar slæðast gömul Andrésar Andar blöð stundum inn í bókabúð Braga við Hverfisgötuna og hann segir að það geti legið verðmæti í þeim.

Verðbólgan nokkuð yfir spám sérfræðinga

Verðbólgumæling Hagstofunnar er nokkuð yfir spám sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að hún yrði 6,8-6,9% í þessum mánuði. Jón Bjarki Bentsson sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir að mælingin sé samt nokkuð í takt við spár. „Við gerðum ráð fyrir 0,8% hækkun vísitölunnar en hún reyndist 1,15%," segir Jón Bjarki.

Verðbólgan mælist 7,3%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,4% verðbólgu á ári (8,2% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Gamalt Superman blað selt á milljón dollara

Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.

John Kay um Icesave: „Við ættum að skammast okkar“

Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti.

Útgjöld fyrir hvern íbúa tvöfaldast

Útgjöld hins opinbera á hvern íbúa landsins hafa nærri tvöfaldast milli áranna 1980 og 2008. Útgjöldin voru á föstu verðlagi 1.087 krónur á hvern íbúa árið 1980 en voru komin í 2.071 krónu árið 2008, að því er fram kemur í úttekt Hagstofu Íslands.

Fasteignaverð upp á næsta ári

Niðursveifla á fasteignamarkaði í borgarríkinu Dúbaí er að ná botni og mun fasteignaverð leita upp á við í byrjun næsta árs. Þetta er mat Markus Giebel, forstjóra Deyaar Development, eins af umsvifamestu verktakafyrirtækjum ríkisins.

Samtök fjárfesta eiga hundruð milljóna í sjóði

„Félagsmönnum hefur ekki fækkað þrátt fyrir hrunið. Í síðasta félagatali voru þeir um fimmtán hundruð. Færri þeirra eiga nú hlutabréf,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Samtökin halda almennan fund í dag þar sem fjallað verður um nokkur dómsmál sem gengið hafa að undanförnu, svo sem gegn Glitni og Straumi.

Tveir skilanefndarmenn skulduðu 4,7 milljarða

„Þegar menn í skilanefndum eru með milljarðalán í annarri lánastofnun þarf að vera mjög öflugt eftirlit með þeim. Menn geta fallið í freistni,“ segir Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík

Sjá næstu 50 fréttir