Viðskipti innlent

Aftur snörp lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands

Í annað sinn á skömmum tíma hefur orðið snörp lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands. Samkvæmt CMA gagnaveitunni er álagið nú komið nokkuð undir 500 punkta að nýju og stendur í 480 punktum.

Þessi lækkun er upp á 44 punkta eða 8,5% frá mælingu á álaginu í lok síðustu viku. Aðeins ein þjóð lækkar meira í dag hvað skuldatryggingaálagið varðar eða Frakkland sem lækkaði um 8,8%.

Eins og sagt var frá hér á vefnum í síðustu viku datt Ísland niður í 8. sæti þeirra tíu þjóða sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Þrátt fyrir lækkunina nú hækkar Ísland í 7. sætið í dag sökum innbyrðis breytinga á listanum.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 480 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram rúmlega 4,8% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eigenda þess fyrir greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×