Viðskipti innlent

Síminn beintengdur við Google og YouTube

Nýverið tengdist Síminn beint við Google, sem er einn alstærsti efnisveitandinn á netinu sem rekur meðal annars einnig YouTube.

Í tilkynningu segir að beintengingin eykur gæði á nettengingum viðskiptavina Símans við Google og YouTube. Síminn tengist beint inn í net Google án þess að fara gegnum net annarra aðila. Þetta bætir bæði svartíma og bandbreidd og minnkar þar með líkur á töfum, teppum og öðrum vandamálum sem annars kynnu að verða við flutning þegar hann fer í gegnum aðra aðila.

Beintengingin eykur einnig öryggi nettenginga viðskiptavina Símans við Google og YouTube, þar sem Síminn er nú þegar með 5 aðrar aðgangsleiðir við að tengjast Google gegnum aðra samtengiaðila erlendis.

Tengingin við Google er í gegnum netgátt Símans í London og er 1Gb/s fyrst um sinn en verður stækkuð í 10Gb/s á næstu misserum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×