Viðskipti innlent

Ríflega 100 milljóna hagnaður hjá Faxaflóahöfnum

Myndin sýnir bátaflota Faxaflóahafna og er að finna á vefsíðu félagsins.
Myndin sýnir bátaflota Faxaflóahafna og er að finna á vefsíðu félagsins.
Hagnaður af rekstri Faxaflóahafna á síðasta ári nam 103,9 miljónunm kr. Ársreikningur Faxaflóahafna vegna ársins 2009 liggur nú fyrir. Í frétt um reikninginn á vefsíðu félagsins segir að afkoman var viðunandi og umfram áætlun.

„Ársreikningurinn ber hins vegar augljós merki samdráttar og erfiðrar stöðu atvinnulífsins. Tekjur lækka á milli ára um 12.5% en rekstrargjöld lækka einnig. Heildar tekjur Faxaflóahafna sf. voru 2.3 milljarðar kr. en rekstrargjöld 2.0 milljarðar kr.", segir í fréttinni.

Fram kemur að tekjur Faxaflóahafna sf. af vörugjöldum voru alls 749.9 milljónum kr. en lækka á milli ára um 176.3 milljónir kr. eða um 18.5%. Tekjur af eignum voru 782.9 milljónum kr. og hækka um 74.6 milljónir kr. Aflagjöld voru 184.5 milljónir kr. og hækka umtalsvert milli ára eða um 69.5 milljónum kr. sem m.a. skýrist af lágu gengi íslensku krónunnar.

Rekstrargjöd voru 2 milljarðar kr. og lækka að krónutölu á milli ára um 196.3 milljónir kr., en ef tekið er tillit til óreglulegra útgjalda á árinu 2008 þá er rekstrarkostnaður á milli áranna 2008 og 2009 svipaður. Á árinu 2009 var gripið til ákveðinna aðhaldsaðgerða sem m.a. hafa skilað hagræðingu í rekstrinum.

Heildar skuldir Faxaflóahafna sf. í árslok 2008 voru 2.2 illjarðar kr. og lækkuðu á milli ára um 182.4 milljónir kr. sem er 7.8% lækkun skulda.

„Þrátt fyrir að niðurstaða ársreikningsins sé ásættanleg er útlitið á árinu 2010 svipað og á árinu 2009 þ.e. að óvissa er framundan varðandi vöruflutninga, verðlagsþróun og almenn umsvif í efnahagslífinu," segir í fréttinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×