Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri verður með 400 þúsund í fasta yfirvinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Grunnlaun seðlabankastjóra verða 863 þúsund krónur á mánuði samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á mánudaginn. Úrskurðurinn byggir á því að lagabreytingu þess efnis að forsætisráðherra skuli vera launahæsti maður ríkisins.

Seðlabankastjóri mun hins vegar fá greiddar 80 einingar á mánuði fyrir yfirvinnu og álag sem fylgir starfinu. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að ein eining jafngildi 5.058 krónum. Því lætur nærri að Seðlabankastjóri muni fá um 400 þúsund krónur greiddar í fasta yfirvinnu á mánuði.

Lagabreytingin og ákvarðanir kjararáðs hafa áhrif á launakjör 22 forstjóra hjá ríkinu.

Sem dæmi má nefna að:

Bankastjóri Landsbankans mun fá 753 þúsund krónur á mánuði og 400 þúsund í fasta yfirvinnu.

Framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs mun fá 729.163 og 250 þúsund krónur í fasta yfirvinnu.

Forstjóri Landsvirkjunar verður með 833.752 og 500 þúsund krónur í fasta yfirvinnu.

Forsætisráðherra er með 935 þúsund krónur í mánaðalaun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×