Viðskipti innlent

Bóksala með mesta móti í Perlunni

Bókamarkaðurinn stendur til næsta sunnudags.
Bókamarkaðurinn stendur til næsta sunnudags. Mynd/Stefán Karlsson
Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, segir að bóksala á árlega Bókamarkaðnum í Perlunni hafi verið með almesta móti og aðsókn góð þrátt fyrir rysjótt veður.

„Þetta hefur alltaf gengið betur og betur og í fyrra var metár. Kreppan er hins vegar aðeins farin að bíta. Það sem hefur aftur á móti komið okkur á óvart er að við höldum í horfinu og höfum fengið svipaðan fjölda gesta," segir Kristján.

Hann segir að fólk verji svipuðum upphæðum til bókakaupa og áður. „Það er allt upp í 50 til 70 þúsund krónur sem hver kaupir fyrir."

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefanda stendur til sunnudagsins 7. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×