Viðskipti innlent

Vöruskiptin í janúar ekki eins hagstæð og talið var

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 38,7 milljarða króna og inn fyrir 32,1 milljarð króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 6,5 milljarða króna.

Þetta eru endanlegar tölur sem Hagstofan birtir í dag. Samkvæmt bráðabirgðatölunum sem birtar voru í upphafi febrúar voru vöruskiptin talin hagstæð um rúma 10 milljarða kr. Mestu munar á tölum um útfluttarvörur eða 3,5 milljörðum kr.

Samkvæmt endanlegum tölum var verðmæti vöruútflutnings 4,8% meira en í janúar 2009 og verðmæti vöruinnflutnings var 12,9% minna á föstu gengi frá sama tíma. Í janúar 2009 voru vöruskiptin í járnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×