Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuður jákvæður um tæpa 40 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu á árinu 2009 280,4 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 241,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2009 var því jákvæður um 39,3 milljarða kr.

Útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 71,1 milljarður kr. en innflutningur á þjónustu 63,1 milljarður króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fjórða ársfjórðungi var því jákvæður um 8,0 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að samgöngur er stærsti þjónustuliðurinn og mestur afgangur varð vegna þeirrar þjónustu, eða um 10,7 milljarðar kr. en afgangur vegna annarar þjónustu reyndist vera um 8,1 milljarður kr. Aftur á móti var halli á ferðaþjónustu um tæpa 10,8 milljarða kr.

Samgöngur skiluðu 35,9 milljarða afgangi á árinu 2009 samkvæmt bráðabirgðatölum og önnur þjónusta skilaði 11 milljarða afgangi. Á móti kom að halli var á ferðaþjónustu um 7,6 milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×