Myndarlegur afgangur hélt krónunni á floti 26. febrúar 2010 12:34 Myndarlegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs á eflaust talsverðan þátt í því hversu vel krónan hélt sjó á því tímabili þrátt fyrir talsverðar vaxtagreiðslur til útlendinga í desember.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ekki sé ástæða til að ætla annað en að áfram verði verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum enda er raungengi krónunnar enn afar lágt, verð okkar helstu útflutningsafurða talsvert hærra en raunin var fyrir ári síðan og innflutningur tengdur fjárfestingu og neyslu í lágmarki.Það hlýtur líka að vita á gott hversu önnur þjónusta en ferðalög og flutningar var að skila vaxandi gjaldeyristekjum nettó á síðasta ári. Þjónustujöfnuður fylgir raunar talsvert betur eftir breytingum á raungengi krónu en vöruskiptajöfnuður þar sem vöruútflutningur býr við framboðsskorður (fiskkvóti, framleiðslugeta álvera) sem ekki há útflutningi þjónustu. Eru góðar líkur á að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verði enn meiri á yfirstandandi ári en hann var í fyrra.Mikil breyting til hins betra hefur orðið á þjónustujöfnuði undanfarið og hefur afgangur tekið við af viðvarandi halla. Samkvæmt nýbirtum tölum var 8 milljarða kr. afgangur af þjónustujöfnuði á síðasta fjórðungi ársins 2009. Þjónustutekjur voru 71,1 milljarða kr. á fjórðungnum en þjónustugjöld 63,1 milljarða kr.„Niðurstaðan er með skásta móti miðað við væntingar okkar, enda þjónustujöfnuðurinn ávallt með óhagstæðara móti á þessum árstíma. Þetta þýðir að á síðasta ári í heild var 39,3 ma.kr. afgangur af þjónustujöfnuði, og alls var 126,5 ma.kr. afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í fyrra. Það samsvarar u.þ.b. 8,5% af áætlaðri VLF ársins 2009, sem er töluvert meiri afgangur en Seðlabankinn spáði í janúar (6,7%)," segir í MorgunkorninuSamgöngur lögðu til drýgstan hluta afgangs af þjónustujöfnuði í fyrra, en á þeim lið var tæplega 36 milljarða kr. afgangur. Hins vegar náðu tekjur af erlendum ferðamönnum ekki fyllilega að jafna sambærileg útgjöld vegna ferðalaga landans erlendis og var 7,6 milljarða kr. halli á þeim lið í fyrra. Önnur þjónusta skilaði svo nettó 11 milljörðum kr. í gjaldeyristekjur árið 2009. Af þeim afgangi komu raunar 8 milljarðar kr. í hús á síðasta fjórðungi ársins, en það er langmesti afgangur sem sést hefur á þessum lið í einum ársfjórðungi. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Myndarlegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs á eflaust talsverðan þátt í því hversu vel krónan hélt sjó á því tímabili þrátt fyrir talsverðar vaxtagreiðslur til útlendinga í desember.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ekki sé ástæða til að ætla annað en að áfram verði verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum enda er raungengi krónunnar enn afar lágt, verð okkar helstu útflutningsafurða talsvert hærra en raunin var fyrir ári síðan og innflutningur tengdur fjárfestingu og neyslu í lágmarki.Það hlýtur líka að vita á gott hversu önnur þjónusta en ferðalög og flutningar var að skila vaxandi gjaldeyristekjum nettó á síðasta ári. Þjónustujöfnuður fylgir raunar talsvert betur eftir breytingum á raungengi krónu en vöruskiptajöfnuður þar sem vöruútflutningur býr við framboðsskorður (fiskkvóti, framleiðslugeta álvera) sem ekki há útflutningi þjónustu. Eru góðar líkur á að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verði enn meiri á yfirstandandi ári en hann var í fyrra.Mikil breyting til hins betra hefur orðið á þjónustujöfnuði undanfarið og hefur afgangur tekið við af viðvarandi halla. Samkvæmt nýbirtum tölum var 8 milljarða kr. afgangur af þjónustujöfnuði á síðasta fjórðungi ársins 2009. Þjónustutekjur voru 71,1 milljarða kr. á fjórðungnum en þjónustugjöld 63,1 milljarða kr.„Niðurstaðan er með skásta móti miðað við væntingar okkar, enda þjónustujöfnuðurinn ávallt með óhagstæðara móti á þessum árstíma. Þetta þýðir að á síðasta ári í heild var 39,3 ma.kr. afgangur af þjónustujöfnuði, og alls var 126,5 ma.kr. afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í fyrra. Það samsvarar u.þ.b. 8,5% af áætlaðri VLF ársins 2009, sem er töluvert meiri afgangur en Seðlabankinn spáði í janúar (6,7%)," segir í MorgunkorninuSamgöngur lögðu til drýgstan hluta afgangs af þjónustujöfnuði í fyrra, en á þeim lið var tæplega 36 milljarða kr. afgangur. Hins vegar náðu tekjur af erlendum ferðamönnum ekki fyllilega að jafna sambærileg útgjöld vegna ferðalaga landans erlendis og var 7,6 milljarða kr. halli á þeim lið í fyrra. Önnur þjónusta skilaði svo nettó 11 milljörðum kr. í gjaldeyristekjur árið 2009. Af þeim afgangi komu raunar 8 milljarðar kr. í hús á síðasta fjórðungi ársins, en það er langmesti afgangur sem sést hefur á þessum lið í einum ársfjórðungi.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira