Viðskipti innlent

Farice fær frest til að semja um skuldirnar

Samkomulag það sem Eignarhaldsfélagið Farice og kröfuhafar gerðu í desember hefur verið framlengt til 19. mars n.k. Samkomulagið felur sem fyrr í sér að félagið fær frest til að greiða eða semja um gjaldfallnar afborganir.

Í tilkynningu segir að Farice hafi að undanförnu unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu á félaginu með aðstoð ráðgjafa og í samstarfi við kröfuhafa og aðra sem hagsmuna hafa að gæta.

Alls voru um níu milljarðar af heildarskuldum Farice í vanskilum um síðustu áramót. Skuldirnar í heild nema 113,8 milljörðum evra eða tæplega 20 milljörðum kr.

Í tilkynningu frá því um áramótin segir að 98,5% af kröfuhöfum félagsins vinni með félaginu að endurskipulagningu þess.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×