Viðskipti innlent

Reuters: Pólitísk kreppa ofan á þá efnahagslegu

Ísland glímir nú við tvær kreppur, aðra efnahaglega og hina pólitíska eftir að samningaviðræður um Icesave sigldu í strand. Þannig hefst ítarleg umfjöllun á Reuters um stöðu Íslands og birt var um helgina.

Fram kemur að á meðan Icesave málið er óleyst muni Ísland verða svelt fjárhagslega og nú bætist við hættan á pólitískum óstöðugleika um leið og stjórnvöld þurfi að taka ábyrgð þeirri klessu (mess) sem íslenskir skattgreiðendur lenda í með reikninginn á bakinu næstu árin.

Reuters ræðir m.a. við tvo norræna efnahagssérfræðinga um málið þá Lars Christensen forstöðumann greiningar Danske Bank og Mats Olafsson forstöðumann nýmarkaðssviðs SEB bankans í Svíþjóð.

„Enginn þorir að fjárfesta á Íslandi fyrr en þessu máli er lokið," segir Christensen í samtali við Reuters og á þar við Icesave málið.

„Ef þetta leysist ekki fyrir 2011 mun hættan á þjóðargjaldþroti Íslands aukast en það er langt í framtíðinni núna," segir Olafsson.

Olafsson segir að nei í komandi þjóðaratkvæði þýðir ekki sjálfkrafa að ríkisstjórnin eigi að segja af sér um leið. Hinvegar myndi staða stjórnarinnar verða fyrir verulegum skaða. „Og ég held að ekki sé raunhæfur möguleiki á annari stjórn til staðar," segir Olafsson.

Lars Christensen segir að héðan í frá sé aðeins ein leið fær fyrir Íslendinga og það er..."gífurlegur niðurskurður", eins og hann orðar það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×