Viðskipti innlent

Minnisblað: Buðu 2,5 til 3,5% vexti á Icesave lánið

Samkvæmt minnisblaði frá samninganefnd Íslands í Icesave deilunni bauð samninganefndin Bretum og Hollendingum að vextir af Icesave láninu yrðu á bilinu 2,5 til 3,25% fram til ársins 2016 og síðan 3,5% á fyrrihluta þess árs þegar afborganir hæfust. Jafnframt vildi nefndin að engir vextir yrðu greiddir fyrr en 2012 af láninu.

Minnisblaðið hefur verið birt á vefnum Wikileaks.org. Þar kemur fram að nefndin telji óeðlilegt að Bretar og Hollendingar hagnist á Icesave málinu á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Fjármagnskostnaður Breta og Hollendinga sé 0,9% á ári. Hinsvegar hafi ríkin boðið libor-vexti með 2,75% álagi sem þýddi að þau myndu hagnast um 90 milljarða kr. af láninu. Slíkt samsvari kostnaði upp á 280 þúsund kr. á hvern Íslending.

Vextirnir sem samninganefndin bauð voru þannig eftir árum:

2012: 2,50%

2013: 2,75%

2014: 3,00%

2015: 3,25%

Síðan var gert ráð fyrir 3,50% vöxtum á fyrri hluta ársins 2016, eða til 5. júní það ár en þá væri byrjað að greiða af láninu sjálfu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×